« Leikskólinn Iðavellir | Aðalsíða | Ósammála ríkisstjórninni - en styðja hana samt »

Fimmtudagur 3. júlí 2003

Héðinsfjarðargöng

Þá fara kosningaloforðin að hrynja af stjórnarflokkunum eins og lauf á hausti. Allt í einu er hægt að kenna framkvæmdum á Austurlandi um svikin og öruggir fráteknir peningar hverfa eins og dögg fyrir sólu.


Það virðist alveg sama hversu oft, hversu mikið og hversu öruggt málið á að vera, ekkert stenst. Allir vissu af framkvæmdum fyrir austan fyrir þemur mánuðum, allir vissu af hættunni á þenslu þá, hún var rædd aftur og aftur í kosningabaráttunni. Peningar fyrir Héðinsfjarðargöngum voru tilbúnir - sögðu þau, fráteknir, komu frá því að selja banka - alveg öruggir. En núna þegar menn eru sestir aftur rólegir í ráðherrastólana sína þá er byrjað að stroka út kosningaloforðin.

Það er einungis yfirklór að segja að þetta sé frestun á framkvæmdum. Glöggir menn taka eftir því að þessu er frestað til að geta komist aftur í loforðabunkann fyrir næstu kosningar. Síðan á að sannfæra kjósendur enn og aftur um að kjósa gömlu stjórnina því annars verði ekkert öruggt. Loforð fjármálaráðherra á Siglufirði um að verkefnið sværi svo öruggt að ekkert gæti hnikað því nema ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki í stjórn er greinilega hjóm eitt. Því var ekki að treysta.

Kannski höfðu Framsóknarmenn rétt fyrir sér að allt sem aflaga fer í stjórn þessara tveggja flokka væri Sjálfstæðisflokknum að kenna eins og þeir héldu oft fram í kosningabaráttunni. Það getur allavega ekki verið auðvelt fyrir ungan þingmann frá Siglufirði að styðja áfram ríkisstjórn sem brást hans heimabæ svo hrapalega. Eða er hann kannski stuðningsmaður þess?

Fyrir byggðirnar við Eyjafjörð er það áfall að fá Siglufjörð ekki inn í byggðarlagið til að nýta betur fjármagn og þjónustu.

Þessi þreytta ríkisstjórn tryggir ekki íslenskri þjóð öryggi með sviknum loforðum.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Sigurður Þór Bjarnason:

Sæl, Lára.

Greinin hjá þér er ágæt svo langt sem hún nær og ég þakka þér fyrir hana, en verður hætt við Sundabraut?

Þarf ekkert að spara við gerð Reykjanessbrautar,
eða á að hætta við þær framkvæmdir?

Verða gerð göng í gegnum Vaðlaheiði á undan Héðinsfjarðargöngunum, eða verður farið að gera göngin við Almannskarð á undan þeim?

Spyr sá sem ekki veit.

Miðvikudagur 9. júlí 2003 kl. 04:46

Lara:

Tad er alltaf spurning hversu nidurskurdur gengur langt. Eftir standa svikin loford sem menn treystu sem fara illa med fólk sem byggdi á theim. Ég myndi allavega ekki reida mig á onnur loford.

Kaer kvedja
Lára

Fimmtudagur 10. júlí 2003 kl. 16:21

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.