« Frábær leikhúsferð | Aðalsíða | Síðasti dagur Tryggva Gíslasonar sem skólameistari MA »

Fimmtudagur 31. júlí 2003

Í Lystigarðsferð með Valdimar




Kom við í Menntaskólanum á Akureyri í dag til að plata Valdimar í eins og eina Lystigarðsgöngu.


Mér þykir nefninlega ómögulegt að ganga þann garð án Valdimars en þar ræddum við ævinlega tövumál, uppsetningar, hugmyndir og fleira á meðan við gengum um garðinn þegar við unnum saman að uppbyggingu upplýsingatækni í skólanum. Valdimar var frábær samstarfsmaður og afar gefandi að vinna að þróunarverkefni með honum. Tímabil sem gleymist seint.

Komst þá að því að þetta er síðasti vinnudagur Tryggva Gíslasonar sem skólameistari við skólann og hann bauð mér í kveðjuhóf sitt seinna í dag sem ég þáði með þökkum. Nú er síðan að sjá hvaða áhrif breytingarnar hafa;-)

kl. |Tilveran

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.