Upplýsingatækniverkefni leikskólans Iðavalla á Akureyri hefur verið útnefnt af evrópska eSchola verkefninu sem eitt 100 bestu upplýsingatækniverkefna í Evrópu.
Alls voru fjögur íslensk verkefni útnefnd . Tvö úr framhaldsskóla þ.e. enskukennsla frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og Tölvupósturinn frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Eitt verkefni var útnefnt úr íslenskum grunnskóla en það eru Glímur sem er samstarfsverkefni kennara frá Breiðholtsskóla og Grunnskólanum í Borgarnesi.
Það er mjög gaman að sjá leikskólaverkefni þarna á meðal og Leikskólinn Iðavellir er mjög vel að útnefningunni kominn þar sem verkefnið þeirra er mjög lifandi og skemmtilegt á vef skólans.
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri