« Héðinsfjarðargöng | Aðalsíða | Frí »

Laugardagur 5. júlí 2003

Ósammála ríkisstjórninni - en styðja hana samt

Það er útaf fyrir sig ágætt að vita að tveir Framsóknarmenn í kjördæminu mínu eru ósammála ríkisstjórninni, en það er ekkert nýtt. Nú eru þeir ósammála ríkissstjórninni um að svíkja Eyfirðinga um Héðinsfjarðargöng - en styðja hana samt.


Í kosningabaráttunni lýstu Framsóknarmenn yfir andstöðu við samræmd próf - en studdu þau samt. Framsóknarmenn voru líka mótfallnir stuðningi við aðgerðir í Írak - en studdu þær samt. Nú eru Framsóknarmenn á móti frestun Héðinsfjarðarganga - en styðja hana samt.

Dagný Jónsdóttir alþingismaður segir á vefsíðu sinni. "Ég vil ítreka að ég harma þessa ákvörðun og styð hana ekki." Morgunblaðið hefur í dag eftir Birki J. Jónssyni alþingismanni: "Þessi ákvörðun ríkissstjórnarinnar er óneitanlega mikið pólitískt áfall fyrir mig. Ég get ekki skorastu undan ábyrgð í þessu máli og get þannig ekki með neinu móti stutt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, samvisku minnar vegna".

Það verður fróðlegt að fylgjast áfram með framsóknarmönnum á móti ríkisstjórninni- og styðja hana samt.

kl. |Pólitík

Álit (1)

Það er kannski von á meira lýðræði í næstu kynslóð þingmanna og minna af flokksræði.
Ég var mjög ánægður með þessa afstöðu þessara nýju þingmanna og get sjálfur ekki verið annað en forviða af undrun yfir því að ,,efnahagsákvarðanir séu teknar á mánaðargrundvelli" eins og hr. samgöngumálaráðherra sagði í réttum RÚV í vikunni.
Og nú þarf ekki heldur að standa við skattalækkunina sem lofað var fyrir kosningar, Seðlabankinn sá til þess.

Laugardagur 5. júlí 2003 kl. 16:34

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.