« Keramikdiskurinn minn horfinn | Aðalsíða | Afmæli Hildu Jönu »

Sunnudagur 17. ágúst 2003

Berjadagar í Ólafsfirði

Við Gísli fórum á leikritið Tenórinn eftir Guðmund Ólafsson í Ólafsfirði í gær á Berjadögum, menningarhátíð þeirra Ólafsfirðinga. Þetta var frábær sýning þar sem Guðmundur fór á kostum og ekki síður Sigursveinn sem lék undirleikarann hans.


Guðmundur bar uppi sýninguna með stórkostlegum leik og hreint ágætum söng. Þrátt fyrir að hann þyrfti nánast að tala einn alla sýninguna var rennslið lipurt og þráðurinn í leikritinu var virkilega fínn. Gott leikrit hjá Guðmundi. Sigursveinn sagði nú ekki margt í þessari sýningu en engu að síður þurfti hann heilmikið að leika sem hann náði virkilega vel alla sýninguna. Vel gert hjá tónlistarmanni sem ekki hefur leikið hingað til svo ég viti.

Fagnaðarlætin voru gríðarleg í lok sýningarinnar sem þeir félagar áttu fyllilega skilið.

kl. |Tilveran

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.