« Í Lystigarðsferð með Valdimar | Aðalsíða | Trassaskapur ríkisstórnarinnar »

Föstudagur 1. ágúst 2003

Síðasti dagur Tryggva Gíslasonar sem skólameistari MA

Í gær var síðasti dagur Tryggva Gíslasonar sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Eftir þrjátíu ár lætur hann nú af störfum og fer að huga að öðrum hugðarefnum sem eru mörg. Ég heyrði fyrst í Tryggva árið 1997 þegar hann bauð mér vinnu við skólann þegar ég flutti norður sem ég hafnaði í fyrstu.


Ég var ekki í upphafi trúuð á að skólameistari sem hafði verið jafnlengi í starfi myndi hafa hug á að byggja upplýsingatækni öflugt upp í skólastarfi sem og að hugur minn séri til annarra verka á þeirri stundu. Síðar sama ár hafði hann aftur samband og ég ákvað að fara í viðtal til hans og grennslast fyrir um hvort reikna mætti með öflugu uppbyggingarstarfi sem gaman væri að vinna að.

Stundum finnst mér eftir á að hyggja að ég hafi tekið hann í viðtal fremur en hann mig því ég krafði hann svara við mörgum spurningum sem tengdust því hversu reiðubúinn hann og skólinn var til breytinga. Eftir að á viðtalið leið sannfærðist ég um að þarna væri tækifæri sem ekki væri hægt að sleppa og réði mig á staðnum. Það var heillaspor fyrir mig þar sem ég fékk næstu fjögur árin að vinna hörðum höndum að því að styðja starfsmenn skólans við breytingar og uppbyggingu á hagnýtingu uppýsingatækni. Að fást við að vinna að svona öflugri uppbyggingu í heilum skóla er reynsla sem ég bý að ævilangt og met mikils. Starfsfólk skólans er öflugt og óhrætt við breytingar og nemendur skólans að sama skapi.

Ég vil því á þessum tímamótum þakka Tryggva fyrir þetta tækifæri og óska honum velfarnaðar í þeim verkum sem hann mun taka sér fyrir hendur á komandi árum.

kl. |Menntun

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.