« Fyrirlestur frá Svíþjóð í HA | Aðalsíða | Dagur selur kerti »

Föstudagur 31. október 2003

Kvetch - Frábær leiksýning

Ég fór að sjá þessa frábæru leiksýningu á Nýja sviði Borgarleihússins í gær og varð mjög hrifin. Leikritið er einstaklega vel skrifað af Steven Berkoff og leikarararnir frábærir. Það er langt síðan ég hef notið þess eins að horfa leikrit. Ég sem á það til að labba út í hléi af leiksýningum sem mér þykja ekki góðar, sat sem fastast og það sem er enn betra, fullt af vangaveltum og þönkum sitja eftir. Vel gert hjá leikhópnum "Á senunni".


Í upphafi hélt ég að leikritið yrði eftil vill of absúrd, grá leikmynd með göfflum og hnífum sem stóðu út en smá saman þvældist áhorfandinn inn í hugsanir einstaklinganna. Velti fyrir sér hvað hann sjálfur væri að hugsa þegar hann tiplaði um uppákomur lífsins. Uppgötvaði að hugsanirnar eru í rauninni annað leikrit lífsins. Sumsé leikritið gaf manni nýja innsýn og bætti við hugsunum í kollinn.

Þetta er nokkuð annað en sýningin Puntila og Matti sem ég sá um daginn. Virkilega vel leikið en söguþráðurinn var nú ekki skemmtilegur, ég hélst við fram yfir hlé en sá eftir því. Langaði að standa upp og kalla "sendið helvítis manninn í meðferð og hættið þessu". Svona steríótýpa sem er ógurlega vondur edrú og ægilega góður fullur er óskaplega þreytandi fyrirbæri. Allir voru hundleiðir á manninum (líka áhorfendur) en hann átti peninga og var því lifibrauð fólks sem lét sig hafa það.

Líklega eru einhverjar ríkar fyllibyttur sem kúga fólk en þetta leikrit vantaði einhvern neista - kanski aldurinn - til að það snerti mann eins og það ætti að gera.

kl. |Tilveran

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.