Færslur í nóvember 2003

« október 2003 | Forsíða | desember 2003 »

Laugardagur 1. nóvember 2003

Landsfundur Samfylkingarinnar

Nú stendur yfir landsfundur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Samflokkskona mín frá Austurlandi horfði yfir salinn og sagði "mikið er gott að sjá svona marga Samfylkingarmenn" og sannarlega er það gott. Við getum verið stolt yfir þessum fjölmenna fundi, þeim áhuga, þeirri elju og krafti sem hér birtist.

Continue reading "Landsfundur Samfylkingarinnar" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 3. nóvember 2003

Snjór á Akureyri


Snjór á húsum út um vinnugluggann í Þekkingu send með GSMbloggi Hex

kl. |Tilveran || Álit (6)

Þriðjudagur 4. nóvember 2003

Í MA


Skilaboð sendi Lára með GSMbloggi Hex

kl. |Vinnan || Álit (0)

Mánudagur 10. nóvember 2003

Myndlist - Ólafur Sveinsson

Var að skoða vef Ólafs Sveinssonar og varð sérstaklega hrifin af myndunum hans annars vegar um leikföng og hinsvegar frá Hjalteyri. Glæsileg verk sem ég hvet alla til að skoða.

kl. |Ymislegt || Álit (0)

Þriðjudagur 11. nóvember 2003

Takk Óskar

Ég hélt að með aldrinum hefði ég smá saman orðin hálf feyskin í tilfinningahörpunni enda læt ég tiltölulega fátt koma mér úr jafnvægi hvort heldur er til jákvæðra eða neikvæðra tilfinninga. Í dag hinsvegar byrjaði dagurinn á þessari ofboðslega fallegu sólarupprás, appelsínurauður himinn, svo bleikur og blár.

Continue reading "Takk Óskar" »

kl. |Tilveran || Álit (0)

Fimmtudagur 13. nóvember 2003

Undarlegt svar félagsmálaráðherra

Ég undraðist verulega þegar hæstvirtur félagsmálaráðherra gat engan vegið skilið hvers vegna honum kæmi við jafnréttisumræða á Alþingi. Ekki síður þótti mér undarlegt þegar hann fjallar um fyrrum framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem "einstakling út í bæ". Hún er enginn "einstaklingur út í bæ", fyrir það fyrsta væri hún þá einstaklingur norður í landi, og síðan er hún jú einstaklingur sem sá um Jafnréttisstofu. Og það er nú ekki bara einhver og einhver. Það ætti jafnréttisráðherrann að vita.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 14. nóvember 2003

Falleinkun Akureyrar í jafnréttismálum

Þorlákur Axel Jónsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar skrifar um falleinkun Akureyrarbæjar í jafnréttismálum á vef flokksins. Mér finnst þetta ömurleg staða í bænum mínum, stað þar sem möguleikar allra eiga að vera jafnir. En á Akureyri hefur það ekki þótt henta að fara eftir lögum um jafnréttismál.

Continue reading "Falleinkun Akureyrar í jafnréttismálum" »

kl. |Pólitík || Álit (1)

Sunnudagur 23. nóvember 2003

Roðlaust og beinlaust - útgáfutónleikar


Fórum á útgáfutónleika hjá Roðlausu og beinlausu í gærkvöldi út í Ólafsfjörð sem haldnir voru í Glaumbæ. Hljómsveitin var að gefa út nýjan disk sem kallast Brælublús. Staðurinn var fullur út úr dyrum og margir urðu að standa þétt því ekki voru sæti fyrir alla. Þessir söngglöðu sjómenn stóðu sig frábærlega, Sævar Sverrisson og Sigrún Eva Ármannsdóttir sungu með þeim sem ekki síður skemmtilegt en auðvitað eru þeir mest orginal sjálfir;-)

Hér má heyra hjalið í gestum og söng Sævars.

kl. |Tilveran || Álit (0)

Sunnudagur 23. nóvember 2003

Við Davíð erum hissa

Forsætisráðherrann okkar hefur verið óhemju hissa undanfarið á því hvernig "frelsið" hans birtist í viðskiptum. Fyrrum glæstar lýsingar á einkavæðingu og "frelsi í viðskiptum" heitir núna græðgi - allavega sumra. Einhver efi hefur nú læðst í brjóst mannsins um að kannski virki markaðurinn ekki alveg eins og hann bjóst við.

Continue reading "Við Davíð erum hissa" »

kl. |Pólitík || Álit (4)

Mánudagur 24. nóvember 2003

Víkingalottó og Kaupþing Búnaðarbanki

Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt rétt í Kastljósinu í gær. Sagði Sigurður Einarsson það virkilega að líkurnar á að græða á hlutabréfum sem keypt eru undir markaðsvirði í Kaupþingi Búnaðarbanka væru svipaðar því að kaupa sér miða í Víkingalottó? Er það jafngild fjárfesting????

kl. |Pólitík || Álit (4)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.