« Símenntunargreining | Aðalsíða | UT2004 »

Þriðjudagur 27. janúar 2004

Þingmenn - Stóriðja við Húsavík

Í gærkvöldi héldu þingmenn Samfylkingarinnar Kristján L. Möller og Einar Sigurðarson fjölmennan fund með flokksmönnum hér á Akureyri. Fundir af þessu tagi eru gríðarlega mikilvægir fyrir flokksstarfið og tengsl þingmanna við kjördæmi sitt.


Farið var yfir fjölmarga málaflokka og þingmennirnir voru spurðir spjörunum úr. Nokkuð kom það mér á óvart að fundarmenn voru almennt þeirrar skoðunar að stefna bæri að stóriðju við Húsavík fremur en við Eyjafjörð en um leið yrði að koma Vaðlaheiðargöngum í gagnið.

Ég hef verið þeirrar skoðunar að nágrenni Húsavíkur henti betur fyrir stóriðju heldur en Eyjafjörður fyrir margra hluta sakir sem ég rek ekki hér. Við landsbyggðarmenn þurfum að hugsa í svæðum en ekki stöðum, með bættum samgöngum verða samgöngur auðveldari og því getum við farið að hugsa stærra. Stóriðja við Húsavík myndi gagnast svæðinu öllu og mikilvægt fyrir okkur að standa saman um slíka hugmynd í stað þess að mynda átök innbyrðist og ná þar af leiðandi ekki árangri.

Mörg fleiri mál bar á góma sem gaman væri að ræða hér fiskveiðar, gangamál, þingstörf, áherslur flokksins, eftirlaunafrumvarpið og margt fleira.

Síðast en ekki síst var líka gaman að hittast og rabba saman um landsmálin og margt fleira. Slíkt er ævinlega andleg endurnæring.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.