« Dúkkan mín | Aðalsíða | Þingmenn - Stóriðja við Húsavík »

Föstudagur 23. janúar 2004

Símenntunargreining

Undanfarin ár hef ég velt mikið fyrir mér hvernig best er að móta símenntun fyrir kennara þannig að hún nýtist þeim best til að nota tölvur í námi og kennslu. Ég hef þróað aðferð sem ég er afar hrifin af og virðist gefast vel.
Greiningin felst í því að í stað þess að spyrja kennara hvað þeir kunni eru þeir spurðir um hvað þeir vilji læra. Gögnin eru síðan sett inn í gagnagrunn og flokkuð niður í nokkra þætti. Þannig kemur fram ákveðið mynstur af því hvað menn innan ákveðins skóla vilja læra og hagnýta í kennslunni. Síðan geri ég skýrslu um hvaða símenntun nýtist best, örnámskeið (stuttar kynningar), leiðbeiningar á pappír eða vef eða námskeið styttra eða lengra allt eftir því hvað kemur fram. Með þessu móti fara kennarar á námskeið um nákvæmlega það sem nýtist þeim best og þeir eru tilbúnir til að nýta í starfi. Einnig er kannað hvað kennarar eru tilbúnir til að kenna samkennurum sínum, það er síðan hagnýtt í niðurstöðum. Kennarar eru verkstjórar náms nemenda, þeir þekkja sína nemendur best sem og hvernig þeim sjálfum gengur best að kenna. Á sama tíma og kannað er hvað kennarar vilja læra er einnig kannað hvernig þeir vilja nýta upplýsingatæknina í sinni kennslu og sínu starfi. Síðan er lagt til hvert væri gott að stefna þannig að kennarar væru tilbúnir og áhugasamir um breytingarnar. Kannski ekki allir en flestir. Með þessu móti ætti þróun upplýsingatækni innan skóla að ganga betur heldur en ef ekki er haft í huga hvað kennarar vilja læra og hvert þeir vilja stefna.

kl. |Menntun / UT

Álit (3)

Lói:

Kæra Lára !!!

Veistu 'skan að þetta er bara æðislegt. Tölvur eru ekki tæki sem breyta námi ... það er NEMANDINN sem gerir það, hvort sem hann er kennari eða barn. Því er ég afar feginn að sjá að það eru aftur kennarar sem gegna lykilhlutverkefi í skólastarfi og viðhorf þeirra eru viðfangsefni breytinga en ekki ný og stórkostleg tækni ein sér.

Sjálfur hef ég einfaldlega kallað það "hugsmíðinálgun í símenntun" þegar kennarahópurinn skilgreinir sjálfur hver heppilegustu viðfangsefnin eru og mitt hlutverk er að leiðbeina þeim með það val. Kennarar eru langt frá því að vera bjánar og það stígur engin sporin fyrir þá. Það vita þeir manna best þegar á reynir.

Áfram Lára

Lói

Mánudagur 23. febrúar 2004 kl. 01:55

Kristinn Br.:

Sæl Lára,
Ég vil gjarnan skóða þessa nálgun þín í sambandi við símenntun starfsmanna skólans. Hvernig nálgast maður þig til að vinna slíkt verk?

Mánudagur 23. febrúar 2004 kl. 09:51

Stella:

Hæ Lára klára!

Þetta er eitthvað sem vit er í. Hann Lói vanneinmitt með okkur á Varmlanadi svona í fyrravetur og það gekk frábærlega fyrir okkur sem vildum nýta okkur það. Enþað þaef að ýta við fólki til að nýta sér tölvu og upplýsingatæknina enn betur og gera ráð fyrir þeiri tækni sem er til staðar á hverjum stað að hausti þegar kennara fara að undirbúa verkefni vetrarins.(Svo þurfa græjurnar líka að virka).
Frábær nálgun hjá þér Lára ! Keep on!!!

Kærleikskveðja,
Stella

Föstudagur 27. febrúar 2004 kl. 19:40

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.