« Fundarmenn á Drangsnesi | Aðalsíða | Í Ólafsfirði »

Fimmtudagur 25. mars 2004

Frábær ferð á Drangsnes

Ég fór frábæra ferð á Drangsnes í gær til að halda fyrirlestur fyrir íbúana um fjarkennslu og möguleika hennar fyrir íbúa sveitarfélagsins. Gunnar Björn Melsteð skólastjóri grunnskólans átti frumkvæðið en hann er mikill áhugamaður um að hagnýta upplýsingatækni til að skapa aukna möguleika í samfélaginu. Þar myndi Grunnskóli Drangsness verða miðdepill þekkingaraukningar íbúanna í fjölbreyttu samhengi.


Mér kom verulega skemmtilega á óvart hversu áhugasamir heimamenn voru og hversu skarpar hugmyndir þeir hafa á því að nýta upplýsingatækni. Verslunin á staðnum dreifir Nettengingu með örbylgjusambandi og íbúarnir tengjast hver á fætur öðrum. Um 10% íbúanna eru í háskólanámi en einugnis 2 eru á staðnum á meðan á námi stendur og ekki miklir atvinnumöguleikar fyrir þá alla þegar námi lýkur.

Hugmynd heimamanna er að skapa námsumhverfi fyrir þá sem stunda fjarnám á staðnum þar sem þeir gætu hist og unnið saman en þyrftu ekki endilega að vera í sama náminu allir. Fjarnám er oft einmanaleg iðja og því getur skipt sköpum að hafa hvetjandi starfsumhverfi sem mér sýnist að íbúar Drangsness hafi allar forsendur til að geta skapað. Viðhorf og stuðningur breyta mjög miklu í þessum efnum.

Gísli Tryggvi sonur minn fór með í þessa ferð og við vorum bæði afar ánægð með að hafa tækifæri til að fara í ferðalag í mars til Drangsness. Hann æfði sig í löngum akstri og reyndist virkilega öruggur og varfærinn bílstjóri sem er mikill kokstur fyrir 17 ára dreng. Eftir fundinn um kvöldið nutum við þess að slaka á í heitum pottum í fjöruborðinu og spjalla við heimamenn. Það eru mikil gæði að búa á Drangsnesi og geta hvenær sem er brugðið sér í heita potta með mismunandi hitastigi. Við ókum síðan heim á leið upp úr átta í morgun alsæl með frábærar móttökur Gunnars skólastjóra og þeirra heimamanna sem við hittum. Ferðin heim til Akureyrar gekk vel og við biðjum fyrir kærar kveðjur til allra á Drangsnesi með kærri þökk fyrir okkkur.

kl. |Ferðalög / Vinnan

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.