Færslur í apríl 2004

« mars 2004 | Forsíða | maí 2004 »

Fimmtudagur 1. apríl 2004

Kanna myndgæði


Hafið
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Tilveran || Álit (0)

Föstudagur 2. apríl 2004

Kristján Þór, Eiður og Árni Geir


Bekkjarkvöld
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Tilveran || Álit (0)

Föstudagur 2. apríl 2004

Stjáni, Haddi og Pálmi


Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Tilveran || Álit (0)

Laugardagur 3. apríl 2004

Samvinnuskólanemendur


Gísli og Kristján
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Tilveran || Álit (0)

Mánudagur 5. apríl 2004

Örbylgjunet í dreifðum byggðum

Fyrirtækið Snerpa á Ísafirði hefur sýnt það að fyrirtæki í dreifðri byggð getur verið afar metnaðarfullt í uppbyggingu sinni á tengingum til staða sem Síminn hefur ekki talið sig geta þjónustað með góðar tengingar við Netið eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Continue reading "Örbylgjunet í dreifðum byggðum" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 6. apríl 2004

Dreifnám

Þetta tiltölulega nýja orð hefur nú öðlast sess í íslenskri tungu þó margir viti ekki hvað í því felst. Segja má að með dreifnámi sé blandað saman fjarnámi og staðbundnu námi. Dreifskóli er síðan skóli þar sem nemandi getur valið sér nám úr mörgum skólum og stundað í fjarnámi, dreifnámi eða staðbundnu námi allt eftir því sem hentar hverju sinni. Fyrir okkur Íslendinga sem búum nokkuð dreifbýlt ættu þessir möguleikar að vera gríðarlega eftirsóknarverðir enda hafa margar menntastofnanir tekið upp dreifnám og margir skólar orðnir dreifskólar.

Continue reading "Dreifnám" »

kl. |Menntun / UT || Álit (16)

Þriðjudagur 6. apríl 2004

Gagnvirk samskipti við nemendur í kennslustund

Ég fæ oft góðar ábendingar frá Jóni Erlendssyni um efni sem tengist upplýsingatækni og menntun. Svo var í dag í grein eftir Stephanie Birdsall sem fjallaði um gagnvirk samskipti við nemendur í kennslustund með sérstökum búnaði frá eInstruction og kallast Classroom Performance System.

Continue reading "Gagnvirk samskipti við nemendur í kennslustund" »

kl. |Menntun / UT || Álit (0)

Þriðjudagur 6. apríl 2004

Er upplýsingatækni börnum hættuleg?

Mér finnst það í meiralagi undarleg þróun þegar kennarar og skólar eru að leggja áherslu á að berjast gegn notkun nemenda á upplýsingatækni og telja að það stuðli að einhverju sem þeir skilgreina sem "betra". Sverrir Páll Erlendsson kennari við Menntaskólann á Akureyri benti einmitt á þetta í ágætum pistli í vefdagbókinni sinni.

Continue reading "Er upplýsingatækni börnum hættuleg?" »

kl. |Menntun / UT || Álit (6)

Miðvikudagur 7. apríl 2004

Pygmalion áhrifin

Ég var að lesa grein sem heitir "The Self-fullfilling Phrophesy or Pygmalion Effect" sem fjallar um hvaða áhrif framkoma hefur á mannveruna. Mér hefur þótt augljóst að nemendur bregðast við kennara sínum í samræmi við hvernig hann kemur fram við nemandann. Er ekki líklegra að nemandi standi sig vel þegar kennarinn býst við góðu frá honum heldur en þegar ævinlega er vænst slaks árangurs og hegðunarvandamála?

kl. |Menntun || Álit (0)

Fimmtudagur 15. apríl 2004

Á Alþingi í fyrsta sinn

Í dag settist ég á Alþingi í fyrsta sinn í forföllum Kristjáns L. Möller sem er á förum á fund alþjóða þingmannasambandsins í Mexíkóborg. Það er margt að læra og mörgu að kynnast á nýjum vinnustað og margt áhugavert sem ber fyrir augu og eyru. Er ég viss um að ég kem margs vísari heim aftur eftir tvær vikur.

kl. |Pólitík || Álit (4)

Miðvikudagur 21. apríl 2004

Háskólinn á Akureyri vængstýfður

Í gær samþykkti háskólaráð Háskólans á Akureyri reglur um fjöldatakmörkun við skólann þar sem setja á skorður við fjölda nýnema í öllum deildum skólans. Þetta eru ömurleg tíðindi sérstaklega í ljósi þess að ein helsta atvinnuuppbygging á Akureyri er einmitt tengd háskólanum, menntunarstig svæðisins þarf að vaxa sem og þess að Háskólinn á Akureyri er landsbyggðarháskóli sem þjónustar nemendur í dreifbýli á markvissan hátt. Þessi skóli þarf að fá að vaxa og dafna en hefur nú verið vængstýfður með takmörkuðum fjárveitingum og skilaboðin ljós, það á ekki að styðja við stækkun Háskólans á Akureyri.

Continue reading "Háskólinn á Akureyri vængstýfður" »

kl. |Menntun / Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 24. apríl 2004

Samfylkingarfundur á Egilsstöðum


Einar Már flytur ræðu á Egilsstöðum á Samfylkingarfundi. Þorlákur fundarstjóri.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 25. apríl 2004

Í Samfylkingarferð


Þorlákur, Magnús og Jón Ingi í Péturskirkju.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög / Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 28. apríl 2004

Aðalfundur KEA


Aðalfundur KEA, mikill fjöldi mætti.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ymislegt || Álit (0)

Fimmtudagur 29. apríl 2004

KEA

Ég sótti aðalfund KEA í gærkvöldi og var mjög ánægð með stefnu samvinnufélagsins um að beina kröftum sínum til byggðafestuverkefna á svæðinu frá Siglufirði til Húsavíkur og um Mývatnssveit. Samvinnufélag er einmitt rétta formið til að sameina krafta heimamanna óháð viðfangsefnum eða stjórnmálaviðhorfum til að efla atvinnu og menningarlíf á svæðinu.

Continue reading "KEA" »

kl. |Ymislegt || Álit (0)

Fimmtudagur 29. apríl 2004

Jarðsig við Grenilund


Hér má sjá jarðsig við Grenilund rétt við nýja byggð á Akureyri. Mér brá nokkuð í brún að sjá leirkennt undirlagið en þarna hefur verið talsvert erfitt að grafa fyrir grunnum af nýjum húsum. Vonandi hefur svæðið verið vel kannað jarðfræðilega þannig að ekki sé hætta á að jörð fari að skríða af stað. Jarðsigið rétt við nýja byggingu sem er að rísa vekur manni óneitanlega talsverðan ugg.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Pólitík || Álit (0)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.