Hér má sjá jarðsig við Grenilund rétt við nýja byggð á Akureyri. Mér brá nokkuð í brún að sjá leirkennt undirlagið en þarna hefur verið talsvert erfitt að grafa fyrir grunnum af nýjum húsum. Vonandi hefur svæðið verið vel kannað jarðfræðilega þannig að ekki sé hætta á að jörð fari að skríða af stað. Jarðsigið rétt við nýja byggingu sem er að rísa vekur manni óneitanlega talsverðan ugg.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri