Færslur í maí 2004

« apríl 2004 | Forsíða | júní 2004 »

Miðvikudagur 5. maí 2004

Brottfall nemenda úr framhaldsskólum

Í dag var rætt á Alþingi um brottfall úr námi á framhaldsskólastigi. Okkur Íslendingum gengur harla illa að takast á við þetta vandamál og sitjum því uppi með brottfall sem er talsvert meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Ástæðurnar eru áreiðanlega margþættar og því nauðsynlegt að grípa til öflugra aðgerða í stað þess að koma með „smálausnir“ sem virðast því miður hindra heildstæða vinnu við að koma á breytingum.

Continue reading "Brottfall nemenda úr framhaldsskólum" »

kl. |Menntun / Pólitík || Álit (3)

Fimmtudagur 6. maí 2004

Af hverju UT og menntun?

Samkvæmt riti KK stiftelsen í Svíþjóð er nauðsynlegt að mennta ungt fólk til að vinna í nútímasamfélagi og ná árangri með þeirri tækni sem þar er notuð. UT er talin hafa áhrif á breytingar í skólastarfi gerir skólann sveigjanlegri og eykur gæði. UT er talin auka möguleika fatlaðra við nám og einnig er UT talin verkfæri sem eykur námsvirkni. Nýleg bresk rannsókn ImpaCT2 sýnir að nemendur í grunnskóla sem nota upplýsingatækni í námi sýna marktækt betri árangur á samræmdum prófum hjá nemendum í öllum aldurshópum.

Continue reading "Af hverju UT og menntun?" »

kl. |Menntun / Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 8. maí 2004

Fjölmiðlaumræðan á Akureyri

Spennandi fundur var í dag hjá Samfylkingunni á Akureyri um fjölmiðlafrumvarpið og fjölmiðlaskýrsluna. Birgir Guðmundsson fjölmiðlafræðingur bar saman frumvarpið og ræðu Davíðs Oddsonar á Viðskiptaþingi Verslunarráðs 11. febrúar 2004. Ég tel að ræðan hefði frekar átt að vera fylgiskjal með lagafrumvarpinu fremur en fjölmiðlaskýrslan sem hefur lítið með frumvarpið að gera.

Continue reading "Fjölmiðlaumræðan á Akureyri" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 9. maí 2004

Konur og pyntingar

Ég hef sjaldan orðið fyrir eins miklum vonbrigðum með veröldina eins og þegar óhugnanlegar myndir af pyntingum í Írak fóru að birtast. Sérstaklega nístir það í sálina að sjá konur glaðar og brosandi yfir niðurlægðum karlmönnum. Hvílíkir óþverrar sem standa að þeirri iðju sem þarna er stunduð, bæði karlar og konur, sá herstjórnandi í Írak eða fangelsisstjóri sem ekki þykist vita af þessu hefur hreinlega ekki verið í Írak eða þá ekki mætt í vinnuna. Viðbrögð stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa valdið mér ákveðinni skelfingu, þetta eru þeir sem við vorum skuldbundin til að styðja við þessa iðju - svei!!!

Continue reading "Konur og pyntingar" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 10. maí 2004

Óregla og hlýðni?

Undanfarið hafa tvö hegðunareinkenni verið áberandi í stjórnmálum á Íslandi. Annarsvegar óregla þar sem farið er á svig við lög og reglur, túlkun hvers fyrir sig og dómar um brot á ráðningum. Hinsvegar er það hlýðni og þá sérstaklega þeirra ungu manna sem einhverjir töldu að myndu hafa áhrif í Sjálfstæðisflokknum í átt til frjálshyggju, það var engin ástæða til þess þetta eru hinir hlýðnustu piltar.

Continue reading "Óregla og hlýðni?" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 11. maí 2004

Kópavogur á fögrum degi

Í dag er ég í Kópavogi að sýna hvernig má nota vefdagbækur í kennslu. Hex hugbúnaður hefur nú þróað nýtt kerfi til að hafa samskipti við Moveable Type sem er harla sniðugt.

kl. |Ferðalög / Um blogg || Álit (1)

Fimmtudagur 13. maí 2004

Rafrænar kosningar á Indlandi

Í nýafstöðnum kosningum á Indlandi var einungis hægt að kjósa með rafrænum hætti. Hjá þessari þjóð sem telur rúman milljarð manna voru um 660 milljón manns á kjörskrá og kosnir voru 543 þingmenn. Ástæðan fyrir rafrænu kosningunum var sögð til að spara pappír, koma í veg fyrir kosningasvindl og fá niðurstöður hraðar. Það ætti ekki að standa í Íslendingum að gera slíkt hið sama fyrst þetta er hægt á Indlandi.

kl. |Pólitík / UT || Álit (2)

Sunnudagur 16. maí 2004

Býfluga


Sumar
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Tilveran || Álit (0)

Föstudagur 21. maí 2004

Þú hefur rétt til að þegja!

Ég les oft Aljazeera til að fá fréttir sem hafa annan vinkil en ég er vön hér heima. Þar eru teiknimyndaseríur sem oft segja meira en mörg orð. Langaði til að benda á þá nýjustu sem slær mann illa. Er þögnin orðin okkur allt of töm?

kl. |Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 22. maí 2004

Viljug styðum við pyntingar

Íslenska þjóðin er viljug þjóð sem styður við bakið á pyntingum karla og kvenna í Írak. Utanríkisráðherra segir þjóðina hafa sýnt í kosningum að hún sé viljug í stuðningi sínum við stríð í Írak og þar af leiðandi viljug til að styðja pyntingar skósveina Bush forseta sem virtist velja þekkt varmenni til að kvelja íraska fanga. Lífi þeirra kvenna sem eru handsamaðar er lokið hvort sem þeim er sleppt eða ekki því fjölskyldur þeirra telja þær "ónýtar" eftir nauðganir sbr. grein í Guardian í gær. Er það rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að við Íslendingar séum viljug? Ég trúi því aldrei!

kl. |Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 25. maí 2004

Taldæmi

#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Vinnan || Álit (0)

Þriðjudagur 25. maí 2004

Í Botnsdal


Með kennurum úr MH í Botnsdal
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Þriðjudagur 25. maí 2004

Með kennurum í MH


Þeir sem ekki fóru að Glym.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Fimmtudagur 27. maí 2004

Kennsluhugbúnaður á Íslensku

Ég var að fá skriflegt svar menntamálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi sem hljóðar svo: "Hvaða kennsluhugbúnað á íslensku hefur menntamálaráðuneytið látið vinna sl. fimm ár, sundurliðað eftir heiti hugbúnaðarins og höfundum eða fyrirtæki sem selur hann? Í hvaða kennslugreinum er búnaðurinn hagnýttur, hvaða skólastigi er hann ætlaður og hvað kostaði gerð hans í hverju tilviki?" Nú þætti mér vænt um að heyra hvað mönnum finnst um svarið.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 28. maí 2004

Á Melrakkasléttu


Valdís í ammili
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.