« Fjölmiðlaumræðan á Akureyri | Aðalsíða | Óregla og hlýðni? »

Sunnudagur 9. maí 2004

Konur og pyntingar

Ég hef sjaldan orðið fyrir eins miklum vonbrigðum með veröldina eins og þegar óhugnanlegar myndir af pyntingum í Írak fóru að birtast. Sérstaklega nístir það í sálina að sjá konur glaðar og brosandi yfir niðurlægðum karlmönnum. Hvílíkir óþverrar sem standa að þeirri iðju sem þarna er stunduð, bæði karlar og konur, sá herstjórnandi í Írak eða fangelsisstjóri sem ekki þykist vita af þessu hefur hreinlega ekki verið í Írak eða þá ekki mætt í vinnuna. Viðbrögð stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa valdið mér ákveðinni skelfingu, þetta eru þeir sem við vorum skuldbundin til að styðja við þessa iðju - svei!!!


Margt í kringum Íraksstríðið hefur valdið mér áhyggjum, þó megi að sönnu segja að nauðsynlegt hafi verið að binda endi á þær hörmungar sem Saddam lagði á írösku þjóðina þá virðist sem innrás Bandaríkjamanna með stuðningi hinna viljugu þjóða hafa hrapallega mistekist. Enda byggð á röngum upplýsingum þar sem menn hafa reynt að finna gjöreyðingavopn án árangurs. Menn virðast ekki hafa vitað við hverju mátti búast og síðan í ofanálag bætt gráu ofan á svart með því að beita kynferðislegu ofbeldi, sömu menn og menn Saddam voru búnir að berja sundur og saman - og einhverja fleiri.

Hafi nokkru sinni verið ástæða til að skammast sín fyrir skuldbindingar íslensku þjóðarinnar er það nú. Ég verð að viðurkenna að viðbrögð Bandaríkjamanna eru ekki trúverðug, einn maður fyrir herdómstól og nokkrir fá áminningar. Hver stendur fyrir framan undirmenn sem hafa migið framan í andlitið á mönnum, staflað þeim í bunka, nítt þá til sjálfsfróunar eða kynmaka og segir "svona máttu ekki gera, lofaðu nú að gera þetta aldrei aftur".

Þetta er framkvæmt af sömu mönnum og taka grunsamlegt fólk frá Írak og setja það í fangelsi á Kúbu án dóms og laga, engum kemur við af hverju og þar virðist mega geyma menn endalaust af því þeir eru ekki fæddir í Bandaríkjunum. Hafi ég einhverntíman trúað því að Bandaríkin séu þjóð mannréttinda og frelsis þá efast ég stórlega, lögin gilda bara fyrir innfædda eða aðflutta sem hafa fengið aukin réttindi, aðrir virðast réttlausir.

Vonbrigði mín sem konu eru hræðileg því eins og Joanna Bourke hernaðarsagnfræðingur ritar í Guardian "What is particularly interesting in these photographs of abuse coming out of Iraq is the prominent role played by Lynndie England. A particular strand of feminist theory - popularised by Sheila Brownmiller and Andrea Dworkin - attempts to argue that the male body is inherently primed to rape. Their claim that only men are rapists, rape fantasists or beneficiaries of the rape culture cannot be sustained in the face of blatant examples of female perpetrators of sexual violence. In these photographs the penis itself becomes a trophy. Women can also use sex as power, to humiliate and torture. "

Þetta er mál sem ég vil að mín ríkisstjórn svari fyrir því hún ber ábyrgð á þessum atburðum með stuðningi sínum eins og aðrar. Við Íslendingar getum ekki sætt okkur við að vera viljug þjóð sem styður aðra þjóð sem beitir þessum aðferðum.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.