Í nýafstöðnum kosningum á Indlandi var einungis hægt að kjósa með rafrænum hætti. Hjá þessari þjóð sem telur rúman milljarð manna voru um 660 milljón manns á kjörskrá og kosnir voru 543 þingmenn. Ástæðan fyrir rafrænu kosningunum var sögð til að spara pappír, koma í veg fyrir kosningasvindl og fá niðurstöður hraðar. Það ætti ekki að standa í Íslendingum að gera slíkt hið sama fyrst þetta er hægt á Indlandi.
« Kópavogur á fögrum degi | Aðalsíða | Býfluga »
Fimmtudagur 13. maí 2004
Álit (2)
Rafrænn útbúnaður til kosninga hefur nú átt mjög undir högg að sækja vestan hafs.
http://www.securityfocus.com/columnists/198
og
http://www.schneier.com/crypto-gram-0312.html#9
Það er umtalsverður kostnaður sem þarf að leggja út í til að fá rafrænt kerfi sem er jafn öruggt og áreiðanlegt og pappír og penni er. Ætli þetta sé ekki svipað og þegar Bandaríkjamenn eyddu miklum peningum í að hanna penna sem virkaði í þyngdarleysi á meðan Rússarnir notuðu blýanta.
Fimmtudagur 13. maí 2004 kl. 15:02
Gæti verið en það er líka rándýrt að láta fjölda manna telja blöð í lengri tíma og það mörgum sinnum til að vera viss um að talningin sé rétt. Við hverjar kosningar koma upp efasemdir um hvort rétt sé talið. Þannig að menn eru ekkert endilega öruggari í öllum tilfellum.
Síðan er spurning hvort má nota rafrænar kosningar til að kalla fram álit manna á einstökum þáttum í stjórnsýslunni þannig að menn geti farið að tjá sig um málefni óháð því hvaða flokk þeir styðja sem þeir geta ekki gert nema á ákveðnum tímapunkti á fjögurra ára fresti.
Ég hef mikinn áhuga á þessum málum og því væri gaman að fá allar ábendingar sem menn vita um á þessu sviði. Þetta indverska dæmi kom mér algerlega á óvart, auðvitað komu upp neikvæðar sögur en líka jákvæðar. Þetta er spennandi fyrirbæri.
Kær kveðja
Lára
Fimmtudagur 13. maí 2004 kl. 17:14
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri