Nú er gott fyrir ríkisstjórnina að vera komna í frí frá þingstörfum sem leiðir til þess að hún þarf ekki að svara fyrir gerðir sínar í bili á Alþingi. Staða hennar er afleit og augljóst að Íslendingar eru orðnir langþreyttir á stjórnarháttum þar sem einn eða tveir menn ákveða hlutina án þess svo mikið sem ræða þá við sína eigin þingflokksmenn eins og kom fram í Kastljósi hjá Kristni H. Gunnarssyni. Skiljanlegt er að honum og öðrum þingmönnum sárni þegar þeir skipta orðið litlu sem engu máli, foringjar flokkanna virðast ákveða yfir hafragrautnum sínum á morgnana hvernig landsstjórnin er án þess að ræða við nokkurn mann. Á þetta að kallast lýðræði?
« Fjarfundur | Aðalsíða | Opin námskeið - OpenCourseWare »
Miðvikudagur 2. júní 2004
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri