« Forsetinn sýnir kjark | Aðalsíða | Á Brávöllum »

Fimmtudagur 3. júní 2004

Þjóðin er sallaróleg

Ólíkt því sem sumir telja er þjóðin sallaróleg og vinnur sína vinnu í dag þrátt fyrir að haft sé eftir utanríkisráðherra í Morgunblaðinu að við búum við "fullkomið óvissuástand" (hvernig er ófullkomið óvissuástand?). Samkvæmt Morgunblaðinu er Ástþór forsetaframbjóðandi líka afar órólegur yfir þjóðinni sinni og segir "upplausn í þjóðfélaginu". Ég vil hinsvegar halda því fram að þjóðin sé sallaróleg, menn séu byrjaðir að lesa frumvarpið og kynna sér málið.


Íslendingar fara ekki af límingunni við að mynda sér skoðun um þetta mál og ástæðulaust að espa menn upp í einhvern óróleika út af þessu máli. Margir skrifa um málið í vefdagbækur sínar og hefur Már Örlygsson tekið saman skemmtilegan lista yfir fólk sem hefur skrifað um málið.

Vilji menn kynna sér fjölmiðlafrumvarpið eins og það var samþykkt er það hér. Upphafleg framlagning og hvernig það ásamt fjölmiðlaskýrslunni er hér og umræðurnar um frumvarpið hér. Þriðja umræðan er hagnýtust til að skoða umfjöllunina þar sem þá er frumvarpið komið í þá mynd sem það var samþykkt frá Alþingi. Hinsvegar er ekki búið að slá inn þær ræður og því brýnt að það sé klárað sem fyrst.

Ég er ekki sammála menntamálaráðherra um að nú þurfi að kynna frumvarpið eins og fram kemur í Morgunblaðinu, eins og hún sagði sjálf hefur varla nokkuð mál meira verið rætt á Alþingi og ég vil fullyrða að fá mál hafa verið jafn mikið rædd í fjölmiðlum. Allar upplýsingar eru fyrir hendi og fólk ætti að geta kynnt sér málið vel af þeim gögnum sem eru til þegar búið er að slá inn ræður úr þriðju umræðu Alþingis sem og af þeim sérfræðingum sem fjölmiðlar eru búnir að tala við og munu tala við. Vilji ríkisstjórnin kynna málið þarf hún að kynna öll sjónarmið, annað er óvirðing við Íslendinga.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.