Færslur í júlí 2004

« júní 2004 | Forsíða | ágúst 2004 »

Mánudagur 5. júlí 2004

Bláskeljahátíð

blaskelw.JPG
Ég fór til Hríseyjar á laugardaginn á málþing Norðurskeljar um bláskeljarækt og síðan á Bláskeljahátíðina. Þetta var virkilega fróðlegt og spennandi sérstaklega ef sú sýn Norðurskeljamanna að þarna verði hægt að skapa spennandi atvinnuveg í Hrísey. Ég tók nokkrar myndir auðvitað. Við fengum að gæða okkur á alskyns réttum úr bláskel og verð ég að segja að ég hef algerlega nýja sýn á þann ágæstismat - frábær matur;-)

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Mánudagur 5. júlí 2004

Þegar vitið sofnar...

vakna ófreskjurnar er ein mynd eftir Goya sem hefur hangið hér upp á Listasafninu á Akureyri. Mér kom þessi mynd í hug þegar nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar kom á hvíldardegi miðsumars fyrir þingdag þar sem fjalla átti um þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur og aftur er þráast við með þetta fjölmiðlafrumvarp og lýðræðisvitund ríkisstjórnarinnar sú að þegar ljóst er að þjóðin mun ekki samþykkja hrásoðið frumvarp þeirra kemur enn ein útgáfan, enn ein ófreskjan fram á sjónarsviðið.

Continue reading "Þegar vitið sofnar..." »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 6. júlí 2004

Grill - Grófargil - Kaldbakur - Þekking

Við hér í gamla Kaupfélagshúsinu tókum okkur saman í blíðunni í dag og grilluðum saman í hádeginu. Gaman að sjá hvað margir spruttu út úr þessu húsi þegar í rauninni var nánast bara um eina hæð þess að ræða. Hér eru nokkrar myndir af húllumhæinu.

kl. |Ljósmyndun / Vinnan || Álit (0)

Miðvikudagur 7. júlí 2004

Óvissa og uppnám

Stöðugt tala Sjálfstæðismenn um óvissu og uppnám í tengslum við fjölmiðlamálið sem títtrætt hefur verið um. Ég hef ekki séð neina óvissu og uppnám nema í tengslum við þá sjálfa sem hafa verið í verulegu uppnámi yfir því að greinilegt var að frumvarpið yrði ekki samþykkt. eina óvissan sem ég hef upplifað er sú hvort ríkisstjórnin muni yfirleitt leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu. Því ættu þeir frekar að segja að þeir sjálfir séu í óvissu og talsverðu uppnámi yfir þessu öllu. Við hin erum enn tiltölulega róleg nema með ríkisstjórnina.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 12. júlí 2004

Nýtt barnabarn

barnabarnw.JPG
Í nótt fékk ég nýtt barnabarn, Hilda Jana og Ingvar Már eignuðust gullfallegt stúlkubarn. Stórasystir og amman eru mjög spenntar fyrir þessu öllu saman. Auðvitað eru komnar inn myndir.

kl. |Ljósmyndun || Álit (6)

Miðvikudagur 14. júlí 2004

Strax komin heim

Nútildags eru börn komin heim strax fyrsta daginn og þá tók amma og fleiri myndir af nýja barnabarninu sínu.

kl. |Ljósmyndun || Álit (1)

Föstudagur 16. júlí 2004

Framsókn til bjargar?

Nú virðist Framsóknarflokkurinn vera búinn að koma sér í þá stöðu að menn upplifi hann sem einhverskonar bjargvætt til bjargar Sjálfstæðisflokknum frá sinni fjölmiðlaglötun. Í síðustu kosningabaráttu heyrðist mér að Framsóknarflokksmenn gætu nú lítið gert í þeim málum sem ekki heyrðu undir þeirra ráðuneyti og virtust alls staðar ósammála Sjálfstæðismönnum og jafnvel hafa ímugust á því hvernig þeir skipuðu málum. Sumsé fórnarlömb stjórnarsamstarfs, en nú loksins á að bregða sér í betri gallann og reyna að bjarga fjölmiðlafrumvarpinu. Kannski ekki seinna vænna?

Continue reading "Framsókn til bjargar?" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 17. júlí 2004

Barnabarnið


Nýja barnabarnið sefur og sefur.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Tilveran || Álit (2)

Þriðjudagur 20. júlí 2004

Upp með hendur - niður með brækur!

Þetta var orðatiltæki sem ég notaði sem krakki í leikjum og oft reyndist erfitt að fá þá sem öttu kappi í stríðsleikjum í Safamýrinni til að setja hendurnar upp í loftið og gefast upp. Það tók heldur ekki stuttan tíma að fá þá kollega Halldór og Davíð til að fara upp með hendurnar og gefast upp fyrir þjóðinni sem var búin að margsvara því í skoðanakönnunum að hún vildi ekki fjölmiðlafrumvarp í þeirri mynd sem það var sett fram.

Continue reading "Upp með hendur - niður með brækur!" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 29. júlí 2004

Hvað er þetta???

Ég er búin að vera að mynda í fríinu og í gær tók ég mynd af örlitlu strái (um 15 cm á hæð) með skrýtnum skordýrum (það er hægt að stækka myndina með því að smella á hana). Ég er búin að leita alla blómabókina mína fram og til baka en finn ekki stráið sem er með litlum svörtum kornum sem við notuðum til að mála okkur í gamla daga. Ég kann heldur engin skil á litlu dýrunum í ástarleik á stráinu sem ég hélt reyndar að væri bara eitt dýr þegar ég horfði með berum augum en þegar myndin var komin í tölvuna sáust tvö. Veit einhver hvaða strá og hvaða skordýr þetta eru???

kl. |Ljósmyndun || Álit (9)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.