Mánudagur 5. júlí 2004
Mánudagur 5. júlí 2004
vakna ófreskjurnar er ein mynd eftir Goya sem hefur hangið hér upp á Listasafninu á Akureyri. Mér kom þessi mynd í hug þegar nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar kom á hvíldardegi miðsumars fyrir þingdag þar sem fjalla átti um þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur og aftur er þráast við með þetta fjölmiðlafrumvarp og lýðræðisvitund ríkisstjórnarinnar sú að þegar ljóst er að þjóðin mun ekki samþykkja hrásoðið frumvarp þeirra kemur enn ein útgáfan, enn ein ófreskjan fram á sjónarsviðið.
Continue reading "Þegar vitið sofnar..." »
kl. 16:44|
||
Þriðjudagur 6. júlí 2004
Miðvikudagur 7. júlí 2004
Stöðugt tala Sjálfstæðismenn um óvissu og uppnám í tengslum við fjölmiðlamálið sem títtrætt hefur verið um. Ég hef ekki séð neina óvissu og uppnám nema í tengslum við þá sjálfa sem hafa verið í verulegu uppnámi yfir því að greinilegt var að frumvarpið yrði ekki samþykkt. eina óvissan sem ég hef upplifað er sú hvort ríkisstjórnin muni yfirleitt leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu. Því ættu þeir frekar að segja að þeir sjálfir séu í óvissu og talsverðu uppnámi yfir þessu öllu. Við hin erum enn tiltölulega róleg nema með ríkisstjórnina.
kl. 13:52|
||
Mánudagur 12. júlí 2004
Miðvikudagur 14. júlí 2004
Föstudagur 16. júlí 2004
Nú virðist Framsóknarflokkurinn vera búinn að koma sér í þá stöðu að menn upplifi hann sem einhverskonar bjargvætt til bjargar Sjálfstæðisflokknum frá sinni fjölmiðlaglötun. Í síðustu kosningabaráttu heyrðist mér að Framsóknarflokksmenn gætu nú lítið gert í þeim málum sem ekki heyrðu undir þeirra ráðuneyti og virtust alls staðar ósammála Sjálfstæðismönnum og jafnvel hafa ímugust á því hvernig þeir skipuðu málum. Sumsé fórnarlömb stjórnarsamstarfs, en nú loksins á að bregða sér í betri gallann og reyna að bjarga fjölmiðlafrumvarpinu. Kannski ekki seinna vænna?
Continue reading "Framsókn til bjargar?" »
kl. 12:03|
||
Laugardagur 17. júlí 2004
Þriðjudagur 20. júlí 2004
Þetta var orðatiltæki sem ég notaði sem krakki í leikjum og oft reyndist erfitt að fá þá sem öttu kappi í stríðsleikjum í Safamýrinni til að setja hendurnar upp í loftið og gefast upp. Það tók heldur ekki stuttan tíma að fá þá kollega Halldór og Davíð til að fara upp með hendurnar og gefast upp fyrir þjóðinni sem var búin að margsvara því í skoðanakönnunum að hún vildi ekki fjölmiðlafrumvarp í þeirri mynd sem það var sett fram.
Continue reading "Upp með hendur - niður með brækur!" »
kl. 09:24|
||
Fimmtudagur 29. júlí 2004