Stöðugt tala Sjálfstæðismenn um óvissu og uppnám í tengslum við fjölmiðlamálið sem títtrætt hefur verið um. Ég hef ekki séð neina óvissu og uppnám nema í tengslum við þá sjálfa sem hafa verið í verulegu uppnámi yfir því að greinilegt var að frumvarpið yrði ekki samþykkt. eina óvissan sem ég hef upplifað er sú hvort ríkisstjórnin muni yfirleitt leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu. Því ættu þeir frekar að segja að þeir sjálfir séu í óvissu og talsverðu uppnámi yfir þessu öllu. Við hin erum enn tiltölulega róleg nema með ríkisstjórnina.
« Grill - Grófargil - Kaldbakur - Þekking | Aðalsíða | Nýtt barnabarn »
Miðvikudagur 7. júlí 2004
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri