Þetta var orðatiltæki sem ég notaði sem krakki í leikjum og oft reyndist erfitt að fá þá sem öttu kappi í stríðsleikjum í Safamýrinni til að setja hendurnar upp í loftið og gefast upp. Það tók heldur ekki stuttan tíma að fá þá kollega Halldór og Davíð til að fara upp með hendurnar og gefast upp fyrir þjóðinni sem var búin að margsvara því í skoðanakönnunum að hún vildi ekki fjölmiðlafrumvarp í þeirri mynd sem það var sett fram.
En þar sem þeir standa nú saman með hendurnar upp í loft og brækurnar á hælunum sverja þeir milli samanbitinna tannanna að þeir skuli sjá til þess að þjóðin fái aldrei nokkurn tíman mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bitrir menn í uppgjöf í hefndarhug eru sjaldan nein lömb að leika við og það munu þeir væntanlega sýna á komandi vikum og mánuðum. En skyldi þjóðin vera lukkuleg með að þeir ætli nú að snúa sér að henni?
Bitrir menn í uppgjöf í hefndarhug eru sjaldan nein lömb að leika við og það munu þeir væntanlega sýna á komandi vikum og mánuðum. En skyldi þjóðin vera lukkuleg með að þeir ætli nú að snúa sér að henni?
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri