Þessi pistill Guðfinns Sigurvinssonar er eitt það albesta sem ég hef séð um þetta efni og sýnir í hnotskurn á hvers konar villigötum þjóðkirkjan okkar er í þessum efnum. Einnig fer ekki alltaf saman trú manna, trúariðkun þeirra og þeir sem gera trúna að atvinnu sinni.
Opið bréf til Karls Sigurbjörnssonar biskups
Í dag tók ég þá ákvörðun að segja mig úr Þjóðkirkjunni. Á mánudag mun ég ganga inn á Hagstofu Íslands og framkvæma gjörninginn. Það verða þung spor. Ég verð engu bættari og satt best að segja mun mér líða mjög illa.
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri