Oft á fólk erfitt með að átta sig á hvaða áhrif samtengd gagnasöfn hafa á líf þeirra. Hér er nokkuð skemmtileg útfærsla á einni pizzupöntun þar sem afgreiðslukonan veit meira en hollt er um kaupandann.
« Í vinnunni | Aðalsíða | Að hefja lækkun »
Þriðjudagur 19. október 2004
Álit (2)
Nú er gott að eiga góð og almenn lög um Persónuvernd ;) Samkvæmt þeim er fyrirtækjum þ.m.t. verslunum heimilt að safna þeim upplýsingum án leyfis PV sem eru nauðsynlegar fyrir viðkomandi rekstur. Svo má deila um hvort það sé nauðsynlegt að geyma videóleiguupplýsingarnar á kennitölu. Það er í raun leti forritaranna sem sáu þarna einfaldan og þægilegan unique lykil.
Samkeyrsla á t.d. leigðum videóspólum og því sem þú hefur fengið lánað á bókasafninu er hins vegar amk tilkynningarskylt og jafnvel leyfisskylt frá PV.
Þriðjudagur 19. október 2004 kl. 10:27
Þetta dæmi sýnir ágætlega af hverju við viljum lög um persónuvernd og varnir gegn samkeyrslu gagna. En verst er þegar menn skrá öll gögn á kennitölur þá eru samkeyrslur svo óþægilega auðveldar.
Kær kveðja
Lára
Þriðjudagur 19. október 2004 kl. 11:28
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri