Færslur í nóvember 2004
« október 2004 |
Forsíða
| desember 2004 »
Mánudagur 8. nóvember 2004
Ég var skömmuð af nemendum mínum í FSN fyrir að vera ekki nógu dugleg sjálf að setja í vefdagbókina mína þegar ég á sama tíma ætlaðist til að þau væru að setja inn 3-5 færslur í viku. Þetta er auðvitað hárrétt svo nú lofa ég bót og betrun - enda fá nemendur mínir sem gera það líka uppreisn æru. Snjallast væri að æfa sig á s.k. kennarablogg sem nú er mikið í deiglunni víða um heim sem og nemendabloggar og ég hef verið að lesa mikið um undanfarið.
Sumsé - lofa að standa mig betur;-)
kl. 00:09|
||
Þriðjudagur 9. nóvember 2004
Í gær fór ég til Ólafsfjarðar og ræddi við heimamenn um markmið og hugmyndir með námsverum. Ég hef að vísu aldrei verið hrifin af þessu orði "námsver" sem mér finnst um of minna á orðið tölvuver. Ég er hrifnari af orðum eins og námssetur eða menntasetur en námsver virðist hafa festst í sessi. Allavega komið langleiðina.
Á leiðinni til baka ók ég fram á slys þar sem ekið hafði verið á hesta á veginum rétt sunnan við Ólafsfjarðargöngin. Ég fékk hroll því það var vont skyggni, mjög dimmt og talsverð rigning. Það er ekki grín fyrir mann að lenda á hrossi á þjóðvegi hvað þá fyrir blessaða skepnuna.
kl. 09:03|
/
||
Þriðjudagur 9. nóvember 2004
Ekkert finnst mér mikilvægara heldur en þegar ég rekst á stórkostlegar mannverur. Enn og aftur hef ég verið minnt á hversu mikið er spunnið í hana Hörpu Hreins þegar ég les
bloggið hennar þessa dagana þar sem hún er að fást við alvarlegt þunglyndi og er í veikindaleyfi. Hún gefur okkur mikilvæga sýn í lífið með þunglyndi sem mörgum er algerlega hulið og ótrúlega margir sýna þessum sjúkdóm algert tillitsleysi og leyfa sér jafnvel að níðast á sjúklingunum eins og þeir þurfi ekki að fást við nóg. Gott hjá þér Harpa!
kl. 14:31|
||
Miðvikudagur 10. nóvember 2004
Í dag fór ég yfir svör nemenda í FSN um hvað þau vildu læra. Þar eru mörg spennandi svör þannig að ég fæ að fara í efni eins og tölvuglæpi, tölvuleiki og margt fleira skemmtilegt. Fór í morgun til Bassa í píanótíma og var að reyna að finna út hvernig væri best að útsetja lagið "Þegar drottna dimmar nætur" og var ég mjög sátt við útkomuna. Bassi var síðan svo frábær að hann ætlar að skrifa upp nóturnar fyrir mig. Nóg var að gera í vinnunni og endaði ég daginn á að skoða Illuminate - forrit sem hentar vel fyrir fjarkennarana t.d. í FSN til að vera í sambandi við nemendur sína. Á morgun fer ég að vinna í MH og þar verður gaman.
kl. 19:10|
||
Fimmtudagur 11. nóvember 2004
Flaug suður í morgun með Rörinu sem hristist nú óvenjumikið í dag svo erfitt var að sofa. Alltaf jafn gaman að koma í MH enda svo vel á móti manni tekið. Bloggið gengur vel í spænsku, dönsku og norsku og gaman að sjá hvað nemendur eru að gera. Annars er ég dálítið eftir mig eftir gærkveldið, var í stúdíó hjá Johnny King að taka upp lagið "Brekkuhúsið" en mér sýnist að það sé orðið tilbúið á plötuna frá minni hálfu. Ég var að velta fyrir mér að láta annan syngja það en útsetjaranum fannst þetta ganga. Johnny ætlar að vinna eilítið meira með lagið og ég hlakka til að sjá lokaútgáfuna. Mér til mikillar gleði þá er hægt að gista á Hótel Sögu fyrir 10.000 punkta svo við Gísli minn verðum þar í nótt fyrir flugið til Danmerkur.
kl. 13:37|
/
/
||
Fimmtudagur 11. nóvember 2004
Ég varð mjög hrifin af lista Gunnars Freys í MH yfir RSS veitur sem hjálpar heilmikið. Listann má finna á
http://www.mikkivefur.is/rss/veitur.asp og þar eru einstaklingsblogg, fréttir, íþróttir, fræðsla, stjórnmál og margt fleira. Endilega notið þetta!
kl. 16:15|
||
Sunnudagur 14. nóvember 2004
Eftir frábæra árshátíð Þekkingar í gærkvöldi í Köben fór ég til Noregs í morgun til að heimsækja Anne-Tove Vestfossen og Odd de Presno, vinahjón mín til margra ára. Ég er því í Arendal sem er einn fallegasti staður sem ég hef heimsótt um ævina. Er að elda hangikjöt í kvöldmatinn og er ekki laus við jólastemmingu yfir öllu saman, líklega tengist það ferð minni í jólauppstillinguna í Tívolí;-)
kl. 15:43|
/
||
Sunnudagur 14. nóvember 2004
Sunnudagur 14. nóvember 2004
Sunnudagur 14. nóvember 2004

Odd eftir hangikjötið
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 21:30|
/
||
Sunnudagur 14. nóvember 2004
Var að skrifa félögum mínum í Kidlink að minningarnar frá fyrri fundum í Arendal væru að hlaðast upp meðan ég sit hér og vinn við tölvuna. Patti minnti mig á myndirnar sem hún á frá 2001 sem eru hér:
Arendal Photos : September 2001 Kidlink Conference - Arendal, Norway
kl. 22:37|
||
Mánudagur 15. nóvember 2004
Samkvæmt lista
"Red herring - The Business of Technology" þá er Hex hugbúnaður kominn á lista þeirra sem eru að keppa um hverjir eru 100 öflugustu frumkvöðlar í heiminum á tæknisviði. Þar segir:
After a long and rigorous process of evaluating more than 1,200 entries from more than 900 companies, the Red Herring editorial team has chosen finalists for Red Herring?s list of the 100 Most Innovative Companies.
Hex er einmitt með þær lausnir sem er verið að nota í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og MH.
Til hamingju Hex!!!
kl. 12:01|
||
Miðvikudagur 17. nóvember 2004
Ég sit nú á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn eftir að hafa farið á fætur á ókristilegum tíma (4:45) í Noregi til að fljúga til Kaupmannahafnar. Nú er ég á leiðinni heim í snjóinn skilst mér og ég á bandaskónum. Heimsóknin til Anne-Tove og Odd var mjög skemmtileg og við spiluðum Rommy og ég komst á lista yfir þá verstu en vann einu sinni;-) Hér þarf ég nú að bíða í fimm tíma eftir flugi heim. Gott að hafa netsamband. Ferðin hefur annars verið frábær en gott að koma heim.
kl. 07:14|
||
Föstudagur 19. nóvember 2004
Ég hef verið að kenna UTN102 og nemendur mínir eru ekki kátir. Þeir eru ekki ánægðir með verkefnin og finnst vinnan allt of mikil. Ég hinsvegar klóra mér í höfðinu og skil ekki alveg út á hvað málið gengur þar sem vinnuálagskönnun sem lögð er fyrir í hverri viku virðist frekar endurspegla að vinnuálag á nemendur sé of lítið. Breyttir kennsluhættir virðast heldur ekki falla þeim vel í geð og mér skilst helst að þeir vilji fá leiðbeiningar og verkefni af gamla taginu þar sem útlistað er lið fyrir lið hvað þau eiga að gera.
Continue reading "Hvernig á maður að kenna?" »
kl. 11:03|
/
||
|
Laugardagur 20. nóvember 2004

Fór út í 14 stiga frostið í dag og tók nokkrar
myndir.
Þó er ég einna hrifnust af ísmyndunum á glugganum í Lárusarhúsi. Ótrúleg fegurð!
Vildi að það væri meiri harka í mér að bauka úti við ljósmyndun í þessum kulda;-)
kl. 16:50|
||
Miðvikudagur 24. nóvember 2004
Í gær var talsverður KEA dagur hjá mér, stjórnin (ég er varamaður þar eins og víða;-) var að vinna að stefnumótun og stýrði stjórnarformaðurinn Benedikt Sigurðarson þeirri vinnu af sinni alkunnu röggsemi. Stjórnarmenn voru afar samstíga í væntingum sínum og hugmyndum sem kom mér skemmtilega á óvart því bakgrunnur okkar er mjög breiður. Eftir vinnufundinn fórum við í Samherja þar sem Þorsteinn Már forstjóri tók á móti okkur og kynnti starfsemina. Mjög áhugavert og mikilvægt fyrir okkur KEA menn að þekkja vel til þar sem við höfum jú fjárfest talsvert í fyrirtækinu. Á eftir þáðum við boð Þorsteins Más um að gæða okkur á frábærri framleiðsluvöru fyrirtækisins sem var gríðarlegt góðgæti - fiskur er sko ekki bara fiskur;-)
kl. 09:22|
||
Fimmtudagur 25. nóvember 2004
Valdís Björk hefur hafið umræðu um
trúleysi og efahyggju á vefsíðunni sinni. Það er stórkostlegt þegar fólk þorir út í umræðu um viðkvæmasta umræðuefni veraldar á netinu. Styrkur orðræðu felst síðast en ekki síst í því að tala um það sem snertir hugann, sem hreyfir við tilfinningum fólks og borast í skoðanahólfið þar sem skoðanir án yfirlestrar eiga heima. Valdísi er ekki fisjað saman;-)
kl. 13:09|
||
Föstudagur 26. nóvember 2004
Í dag var ég í MH og á fundi með notendum
Angel tölvukerfisins, mjög gaman því að það hefur gengið afbraðgs vel og allir ánægðir með kerfið. Við ræddum samstarf og fleira, nú nota kerfið FSU, MH og FSN. Í kvöld er skemmtun starfsmanna
FSN á Broadway, allir á leið í bæinn og mikið fjör;-) Á morgun er jólaföndur og jólahlaðborð hjá
Þekkingu (þar sem ég vinn) og á sunnudaginn meiri upptökur á lögunum mínum hjá Johnny King. Nóg að gera;-)
kl. 16:35|
||
Laugardagur 27. nóvember 2004

Um 70 manna fundur Samfylkingarinnar um öldrunarmál á Akureyri.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 15:10|
||
Mánudagur 29. nóvember 2004
Nú er ég á því tímabili ævinnar að endurskoða hvað ég vinn við og hvað mig langar að gera. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki velt því fyrir mér áður, síðast langaði mig að verða bíóstjóri þar til ég uppgötvaði að bíóstjóri hefur líklega ekkert að gera með hvaða mynd er í bíó. Ég er búin að vinna við það sama meira og minna frá því 1988 og því tími til kominn að huga að því hvort það sé e.t.v. eitthvað annað sem ég vildi heldur vera að vinna við. Öll góð ráð vel þegin - hvað væri nú snjallt fyrir mig að vinna við?
Continue reading "Hvað vil ég vinna við?" »
kl. 08:50|
||
Þriðjudagur 30. nóvember 2004
Ég fór til tannlæknisins í morgun sem væri nú ekki í frásögur færandi (tja eða er það aldrei) og fékk nýja fína fyllingu úr plasti. Það er allt annað að sjá svona fyllingu heldur en þessar silfurhlussur sem ég er orðin harla leið á. Þessi tönn vildi láta gera við sig svo nú er hún fantafín og spurning að skipta út smá saman og hætta að hlægja með kolsvörtum silfurmunni. Annars er tannlæknirinn minn fínn, hann gat sprautað deyfingarsprautu án þess ég finndi fyrir því sem mér þótti magnað og er ekki að klessa á manni munninn svo maður hálf emjar undan því. Ég meiraðsegja sofnaði - tja eða hálfsofnaði. Svo nú er ég með nýja fína tönn;-)
kl. 10:57|
||