« Skömmuð af nemendum | Aðalsíða | Þunglyndi »

Þriðjudagur 9. nóvember 2004

Námsver og hestar í myrkri

Í gær fór ég til Ólafsfjarðar og ræddi við heimamenn um markmið og hugmyndir með námsverum. Ég hef að vísu aldrei verið hrifin af þessu orði "námsver" sem mér finnst um of minna á orðið tölvuver. Ég er hrifnari af orðum eins og námssetur eða menntasetur en námsver virðist hafa festst í sessi. Allavega komið langleiðina.

Á leiðinni til baka ók ég fram á slys þar sem ekið hafði verið á hesta á veginum rétt sunnan við Ólafsfjarðargöngin. Ég fékk hroll því það var vont skyggni, mjög dimmt og talsverð rigning. Það er ekki grín fyrir mann að lenda á hrossi á þjóðvegi hvað þá fyrir blessaða skepnuna.

kl. |Ferðalög / Vinnan

Álit (4)

Harpa:

Hef ekkert annað að gera en kommentera á blogg saklausra kollega (sem skrifa blessunarlega stutta texta sem ná að tolla í minni mínu ;)

Menntasetur minnir mig óþægilega mikið á ákveðna drykkfellda stofnun í Pleasantville, þ.e. ML (held að myndin fjalli í rauninni um Laugarvatn). En hvað segirðu um Menntastóll? (Eins og biskupsstóll, ætti að eiga vel við ykkur sem hafið stundað nám eða kennslu í Schola Akureyrensis ;-)

Mér finnst námsver fínt orð ... menn gætu þá endurvakið orðalagið "að fara í verið" sem hefur dottið soldið upp fyrir síðasta árhundraðið.

Og svo vona ég að Tryggvi sé ósammála :)

Þriðjudagur 9. nóvember 2004 kl. 11:58

Já menntastóll er ágætt orð, en gengur upp að segja Menntastóll Ólafsfjarðar er í???? Verður það lýsandi orð fyrir stað þar sem þeir sem eru að stunda mismunandi nám í fjarnámi, dreifnámi eða símenntun eru að fara?

Kær kveðja
Lára

Þriðjudagur 9. nóvember 2004 kl. 14:13

Harpa:

Nei, en það hentar Ólafsfirðingum örugglega að fara í verið (sögulega séð) þannig að námsver er gott orð fyrir þá.

Þriðjudagur 9. nóvember 2004 kl. 15:42

Harpa:

Svo mætti segja að dreif-/fjar-/stað o.s.fr. liðið "sæti á menntastóli" á þessum tiltekna stað. Minnir að þannig hafi verið tekið til orða um biskupsstóla til forna.

Þriðjudagur 9. nóvember 2004 kl. 21:04

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.