Ég fór til tannlæknisins í morgun sem væri nú ekki í frásögur færandi (tja eða er það aldrei) og fékk nýja fína fyllingu úr plasti. Það er allt annað að sjá svona fyllingu heldur en þessar silfurhlussur sem ég er orðin harla leið á. Þessi tönn vildi láta gera við sig svo nú er hún fantafín og spurning að skipta út smá saman og hætta að hlægja með kolsvörtum silfurmunni. Annars er tannlæknirinn minn fínn, hann gat sprautað deyfingarsprautu án þess ég finndi fyrir því sem mér þótti magnað og er ekki að klessa á manni munninn svo maður hálf emjar undan því. Ég meiraðsegja sofnaði - tja eða hálfsofnaði. Svo nú er ég með nýja fína tönn;-)
« Hvað vil ég vinna við? | Aðalsíða | "Mikill" tónlistarmaður »
Þriðjudagur 30. nóvember 2004
Álit (2)
glæsilegt og gott að heyra...það væri verra ef é þyrfti í sífellul að segja "hún silfurkjaftur móðir mín .... :-)" koss koss litla stelpan þín
Þriðjudagur 30. nóvember 2004 kl. 21:31
Þér eruð skepna dóttir góð;-)
Miðvikudagur 1. desember 2004 kl. 08:42
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri