Færslur í desember 2004
« nóvember 2004 |
Forsíða
| janúar 2005 »
Miðvikudagur 1. desember 2004
Ég held áfram að vera "mikill" tónlistarmaður og tók upp tvö lög í gærkvöldi hjá Johnny King. Nú voru það lög um Kidda kúreka og Hildu Jönu sem lærði að fljúga. Hugmyndina að textanum við fyrra lagið fékk ég úr minningargrein sem ég fann í dánarbúinu hennar ömmu (amma safnaði minningargreinum) þar sem sagði svo skemmtilega að hinn látni og Bakkus hefðu gengið saman lífið og hallaði hvorugur á hinn. Þetta fannst mér brjálæðislega fyndið. Seinna lagið og textinn er eftir Gísla og var lag sem hann samdi fyrir Hildu Jönu þegar þau voru að aka heim eftir langan vinnudag og hún fimm ára orðin þreytt og úrill. Lagið lífgaði upp á þá stuttu. Svo er bara að sjá hvað ég kemst yfir í kvöld, Johnny er harður húsbóndi og rekur mig áfram og lætur mig vaða í gegnum þetta aftur og aftur og aftur og aftur og... frábært að fá hann í þetta hann gefur sterílum lögum líf;-)
kl. 08:52|
||
Miðvikudagur 1. desember 2004

Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 10:59|
||
Föstudagur 3. desember 2004

Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 12:11|
||
Föstudagur 3. desember 2004

Lestarstöðin okkar í London Gísli Tryggvi stjórnar ferðinni
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 16:19|
||
Föstudagur 3. desember 2004

Frábær sýning!!!
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 22:53|
||
Laugardagur 4. desember 2004

Moriarty nokkuð eðlilegur á Sherlok Holmes safninu
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 11:49|
||
Laugardagur 4. desember 2004

Gaman:-)
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 16:27|
||
Sunnudagur 5. desember 2004

Í gærkvöldi var Gísli Tryggvi spurður hvort hann hefði séð allt sem hann vildi sjá í London og Big Ben var eftir;-)
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 17:37|
||
Mánudagur 6. desember 2004
Dagurinn í dag hefur verið dálítið töff, við komum heim seint í gærkvöldi og í morgun frétti ég að einn nemandi minn á Snæfellsnesi hefði látist um helgina. Líðan vina hans og kunningja endurspeglast sterkt í
gestabók sem hann hafði sett upp á bloggið sitt.
Annars hefur dagurinn verið fínn, er að vinna að menntunargreiningu og skipulagi fyrir Þekkingu sem er mjög spennandi. Í kvöld þarf ég síðan að klára að fara yfir verkefni nemenda minna og skafa upp alskyns "hefðáttaðverabúin" dót. Engin upptaka fyrr en á miðvikudaginn en Sörubakstur hjá Hildu Torfa á morgun, nú er vonandi að mér takist betur upp en í fyrra.
kl. 19:34|
||
Þriðjudagur 7. desember 2004
Þessi frétt vakti óskipta athygli mína í Morgunblaðinu í dag. Hvað getum við gert til að stúlkur fái betri sjálfsmynd þegar kemur að stærðfræði?
Mbl.is - Frétt Það vekur sérstaka athygli að þrátt fyrir að stúlkur í 10. bekk séu mun betri í stærðfræði en drengir þá eru drengirnir mun öruggari með sig þegar þeir eru spurðir um stærðfræðikunnáttu, og hafa mun frekar þá mynd af sjálfum sér að þeir séu betri í stærðfræði en stelpurnar. "Strákarnir hafa miklu betra sjálfsálit og sjálfsöryggi í stærðfræði en stelpur, sumar konur túlka þetta sem klassískan karla-gorgeir en ég veit ekki alveg hvernig á að túlka það. Það er allavega alveg ljóst að hér er ákveðin þversögn á ferðinni," segir Júlíus.
kl. 09:25|
||
Fimmtudagur 9. desember 2004
Ég var að lesa greinina
"PC's makes kids dumber" sem birtist í "The Register" 7. desember. Þar segir m.a.
"Those using computers several times a week performed "sizably and statistically significantly worse" than those who used them less often." Ég veit að þetta er akkúrat fyrir Hörpu sem mun verða glöð við en ég aftur á móti efast um þessar niðurstöður enda eru megindlegar mælingar oft fremur skakkar (já Tryggvi) þar sem niðurstöður eru ekki endilega að mæla það sem menn vilja meina.
Continue reading "Af tölvum verða börnin heimsk" »
kl. 09:12|
/
||
Föstudagur 10. desember 2004
Þá fer að nálgast endinn á stúdíóvinnunni við lögin okkar. Johnny King er alger galdramaður við að ná fram skemmtilegri útsetningu á lögin okkar Gísla. Núna eru komin 12 lög en við ákváðum í gær að klára 15 lög og loka þá disknum. Ég er hæstánægð með það. Einnig hefur verðið verið ákveðið á disknum sem ég ákvað í gær að kalla "Atvik" var lengi með vinnuheitið "Hugsanir" en breytti því. Við gefum svo diskinn þeim sem okkur langar, verðið er einfalt, bara láta mig vita að þig langi virkilega í hann;-) Getið skrifað það inn hér svo ég muni það EN upplagið verður verulega takmarkað. Í gær tókum við upp sérstakt lag fyrir Þekkingu sem heitir "Hamingjusami hesturinn" - reynið að koma því í texta, dálítill hausverkur;-)
kl. 11:09|
||
Þriðjudagur 14. desember 2004
Ekki seldi ég margar plötur þó mér finndist verðið afar viðráðanlegt - það er að segjast vilja fá plötu í kommentum hér inni, líklega vænta menn ekki mikils af okkur - en ég vil meina að við komum á óvart;-) Enn er tækifæri með því að svara innleggi hér, ég ákveð ekki hvað ég tek margar fyrr en um helgina. Annars er bara að kaupa sér hauspoka;-)
Annars er lífið gott, tók mynd um helgina og sendi í Ljósmyndakeppni á
www.ljosmyndakeppni.is sem er frábært framlag og spennandi að fást við. Gaman að hafa fengið svona vettvang.
kl. 17:03|
||
Miðvikudagur 15. desember 2004
Í heimi þar sem stöðugt áreiti dynur á mönnum fer þeim stöðugt fjölgandi sem kjósa þögn - þögn frá fjölmiðlum, auglýsingum, útvarpi og blaðri af öllum gerðum (já og líka mínu;-).
Pete Blackshaw spáir því fyrir 2005 að "This commodity is highly valued by people with money. Don't be surprised if you start to see advertising that says something like, "This moment of silence is brought to you by (your brand here)." Svo líklega endar þetta með því að við kaupum helst vörur frá þeim sem steinþegja;-) Líklega er best að fá lista frá þeim sem
ekki auglýsa til að sjá hvar maður á að versla;-)
kl. 09:20|
||
Fimmtudagur 16. desember 2004
Um daginn samdi ég lag fyrir
Þekkingu hf sem er vinnustaðurinn minn. Lag sem við gætum sungið í lok vinnudagsins. Spurning hvernig samstarfsmönnum mínum gengur að læra hann svo allir geti sungið saman á góðum degi;-)
Lagið er auðvitað hér og á hinum gífurlega eftirsótta geisladiski Atvik;-)
kl. 19:29|
||
Föstudagur 17. desember 2004
Þá er ég búin að setja öll lögin af nýju plötunni
"Atvik" sem selst hefur í gríðarlegu upplagi hér á síðunni minni. Það þarf bara að fara undir tónlist hér fyrir ofan. Annars finnst mér fólk helst reikna með einhverjum Ædól stjörnum af fjölskyldunni en auðvitað erum við ekki svoleiðis, þetta er fyrst og fremst til að gera eitthvað skemmtilegt í lífinu. Sumir sauma út, aðrir taka til fyrir jólin, hjá mér er allt í drasli en ég á nokkur lög;-)
kl. 19:23|
||
Mánudagur 20. desember 2004

Þetta ægifagra glitský hefur verið á himninum hér á Akureyri, í alskyns flottum útgáfum, sumum fegurri en þetta en samt er ég nokkuð kát að hafa náð því á mynd sem er ekki auðvelt.
kl. 13:59|
||
Fimmtudagur 23. desember 2004

Fyrir Tóta sem vill meina að það sé óveður á Akureyri
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 13:58|
||
Fimmtudagur 23. desember 2004
Laugardagur 25. desember 2004

Út um gluggann á jólum
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 15:08|
||
Sunnudagur 26. desember 2004
Sunnudagur 26. desember 2004

Hrafnhildur Lára í búningnum úr helgileiknum í Akureyrarkirkju.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 11:40|
||
Þriðjudagur 28. desember 2004
Fyrir nokkrum árum lagðist ég í lestur um tsunami sem ég rakst á í tengslum við jarðskjálfta sem ég var að lesa mér til um. Ég varð agndofa yfir þessum sjávarbylgjum, hversu eyðileggingarmáttur þeirra er mikill og afleiðingarnar skelfilegar. Þær verða til við mikla truflun í sjó eða vatni, slík truflun geta verið jarðskjálftar, skriðuföll eða loftsteinar svo dæmi sé nefnt. Þær hörmungar sem við horfum nú á í sjónvarpinu eru að vísu sem betur fer fátíðar en engu að síður er mikilvægt að þekkja til náttúrunnar og hvað getur gerst. Mér reyndist best að lesa mér til
hér en ég mæli með að menn reyni sem best að glöggva sig á því hvað getur gerst.
kl. 17:41|
||
Miðvikudagur 29. desember 2004
Það eru komnar
farsímaskjámyndir af myndunum mínum á
Hexia og menn geta pantað þessar myndir. Ég veit svosem ekki til þess að neinn hafi gert það en finnst ofboðslega gaman að sjá myndirnar mínar þarna;-) Nú geta menn sent nýárskveðju með mynd sem ég tók - ekki slæmt;-)
kl. 14:50|
||