« Stúlkur og stærðfræði | Aðalsíða | Alveg að koma! »

Fimmtudagur 9. desember 2004

Af tölvum verða börnin heimsk

Ég var að lesa greinina "PC's makes kids dumber" sem birtist í "The Register" 7. desember. Þar segir m.a. "Those using computers several times a week performed "sizably and statistically significantly worse" than those who used them less often." Ég veit að þetta er akkúrat fyrir Hörpu sem mun verða glöð við en ég aftur á móti efast um þessar niðurstöður enda eru megindlegar mælingar oft fremur skakkar (já Tryggvi) þar sem niðurstöður eru ekki endilega að mæla það sem menn vilja meina.

Ein af ástæðunum segja rannsakendur að "The researchers suggest two theories to explain their findings. One is 'ability bias' - that it might be that teachers do not want lower-ability students to use computers." Mér finnst þetta frekar undarleg niðurstaða. Ég hefði frekar dregið þá ályktun af fenginni reynslu að kennarar reyni að nota tölvur sem skilyrta (atferlislega) umbun fyrir eitthvað sem er gert af slökum nemendum. Þar með því meira sem nemendur fengu að nota tölvur því meiri umbun við að gera eitthvað sem kannski tengist náminu ekkert. Ég get nefninlega ekki séð af þessari grein hvað menn voru yfirleitt að gera í tölvum. Og ef menn vilja skoða "ability bias" þá hefði hann átt að vera breyta í könnuninni.

Síðan kemur þetta gullkorn "They also studied the effects of computer use on test scores, and found that greater use of computers in the home impacted positively on test scores." Er nokkur hissa? Ef börn hanga í tölvum við leiki alla daga í stað þess að læra heima - er þá ekki líklegt að þeir fái lægra á prófum.

Enn einu sinni virðist birtast könnun (ok ég á eftir að lesa meira) sem tekur hráa notkun á tölvum og reynir að yfirfæra yfir á nám nemenda. Menn gætu eins kannað hvaða áhrif brauðrist hefur á útkomu nemenda úr alskyns samræmdum prófum. Það skiptir nefninlega verulegu máli nákvæmlega hvað nemendur eru að gera. Ég er viss um að nemandi sem eyðir öllum frístundum í stríðsleiki getur skorað hærra í ákveðinni tegund prófa meðan hann er gersamlega úti að aka (tja eða skjóta) í öðru því hann lærði aldrei heima.

Svo er það auðvitað aðalmálið - er námsmat í einhverju samræmi við notkun tölva í námi? Sjaldnast, menn reyna að prófa nemendur eins og alltaf hefur verið prófað en breyta mörgu öðru og skilja svo ekkert í því að "nemendum fer aftur". Þetta er eins og gert var við rafvirkja hér fyrir tveimur áratugum eftir að plaströr urðu aðal lagningaefni þeirra þá var hinsvegar alltaf prófað í Iðnskólanum að leggja járnrör. Við sem unnum við að selja rafverktökum efni urðum að leita uppi ryðgaða járnbúta til að hægt væri að prófa nemendur til að þeir gætu orðið rafvirkjar!!! Þetta er eins og að prófa nemendur í notkun talstöðva þó þau noti SMS, hvert þeirra myndi skora hátt á þvílíku prófi???

kl. |Menntun / UT

Álit (4)

Bíddu er þetta ekki alveg það sama og var sagt um sjónvarpið hér í den? Örugglega það sama og Gutenberg fékk í hausinn þegar hann fór að dæla út bókum líka... ;)

Þegar maður skoðar svona greinar og rannsóknir þá líður manni eins og maður sé biluð plata:

* hugtakaréttmæti
* aðgerðabinding
* orsakatengsl

Er verið að skoða réttar hugsmíðar?
Er verið að nota rétt mælitæki til að mæla þær
Og... fylgnisamband er ekki endilega orsakasamband! Öll orsakasambönd eru fylgnisambönd en ekki öll fylgnisambönd eru orsakasambönd.
Las svipaða grein í gær:
http://www.csmonitor.com/2004/1206/p11s01-legn.html

Fimmtudagur 9. desember 2004 kl. 09:58

Harpa:

Æi, ég gleðst nú ekki yfir neinu þessa dagana. Veit ekki með svona kannanir en veit að tölvufíkn er slæm. Hún leggst einkum á unglingsdrengi og gæti verið ein skýringin á lélegu gengi þeirra í skóla. (Við erum þá að tala um yfir 6 klukkustunda tölvunotkun á dag eða eitthvað svoleiðis.) Sorrí Lára, held ég sé of lasin í augnablikinu til að nenna einu sinni að rífast um þetta (einhver niðursveifla en ekki of djúp samt).

Fimmtudagur 9. desember 2004 kl. 10:05

Ég á nú eftir að lesa þessa grein (það kemur eflaust meira frá mér þegar ég er búin að því) en mér heyrist þetta vera dæmi um rökvillu, "post hoc ergo propter hoc" (http://www.datanation.com/fallacies/posthoc.htm) þar sem tveir hlutir gerast á sama tíma og þá er sjálfkrafa búið til orsakasamband þar á milli. Önnur útskýring gæti verið að því meiri tíma sem börnin eyða í tölvum, því minni tíma eyða þau með foreldrum sínum. Það er talsvert langt síðan sýnt var fram á tölfræðilegt samhengi milli tímans sem börn eyða með foreldrum sínum og frammistöðu þeirra í námi og frístundum. Og svo er auðvitað spurningin um hvað fólk er að gera þegar það notar tölvuna.

Ég kem með meira þegar ég er búin að lesa greinina ;)

Fimmtudagur 9. desember 2004 kl. 10:07

Ég trúi því að menn séu með orsakasamhengið brenglað en hinsvegar verður maður að lesa meira um þessa rannsókn áður en maður slær því föstu. Ef einhver gerir það væri gaman að heyra af því.

Harpa mín ég veit að við munum rífast skemmtilega um þetta þegar þú ert orðin hressari og munum njóta þess í botn;-)

Kær kveðja, Lára

Fimmtudagur 9. desember 2004 kl. 13:01

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.