Dagurinn í dag hefur verið dálítið töff, við komum heim seint í gærkvöldi og í morgun frétti ég að einn nemandi minn á Snæfellsnesi hefði látist um helgina. Líðan vina hans og kunningja endurspeglast sterkt í gestabók sem hann hafði sett upp á bloggið sitt.
Annars hefur dagurinn verið fínn, er að vinna að menntunargreiningu og skipulagi fyrir Þekkingu sem er mjög spennandi. Í kvöld þarf ég síðan að klára að fara yfir verkefni nemenda minna og skafa upp alskyns "hefðáttaðverabúin" dót. Engin upptaka fyrr en á miðvikudaginn en Sörubakstur hjá Hildu Torfa á morgun, nú er vonandi að mér takist betur upp en í fyrra.
Annars hefur dagurinn verið fínn, er að vinna að menntunargreiningu og skipulagi fyrir Þekkingu sem er mjög spennandi. Í kvöld þarf ég síðan að klára að fara yfir verkefni nemenda minna og skafa upp alskyns "hefðáttaðverabúin" dót. Engin upptaka fyrr en á miðvikudaginn en Sörubakstur hjá Hildu Torfa á morgun, nú er vonandi að mér takist betur upp en í fyrra.
Álit (2)
Ég hef aldrei áður heyrt íslending nota orðið "töff" í þessari merkingu. Yfirleitt er það notað á svipaðan hátt og "kúl" eða bara "flottur".
Nú er ég ekki að segja að notkun þín á orðinu sé röng (er hægt að nota slangur/tökuorð "rétt"?), en þetta sló mig pinu, því þetta er líklega þveröfugt merking við það sem þú varst að skrifa.
Ég allavegna reikna með af samhenginu að þú hafir meint "erfiður dagur", en ekki "flottur dagur"...
Tungumálið er áhugavert fyrirbæri. Halda tökuorð allri upprunalegu merkingu sinni ("tough" getur verið hvort sem er jákvætt eða neikvætt lýsingarorð á ensku, eftir samhengi) þegar þau eru aðlöguð að íslensku, eða einungis hluta þess?
Þriðjudagur 7. desember 2004 kl. 11:34
Hmmm áhugavert, hér gæti ég verið með algerlega skakka hugmynd um notkun orðsins en ég nota það um bæði það sem er flott og það sem er erfitt. Ég hugsaði ekki um það þegar ég skrifaði bréfið því mér fannst orðið lýsa því best sem ég ætlaði að segja. Kannski er þetta enskusmitun mín.
En já merkingin átti að vísa í það sem er erfitt kannski hefði ég átt að nota orðið röff eða vera bara skynsamari og skrifa "Erfiður dagur". Samt finnst mér erfiður ekki ná því sem ég vildi ná fram.
Góð pæling
Kær kveðja
Lára
Þriðjudagur 7. desember 2004 kl. 11:39
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri