« Meira fra BETT | Aðalsíða | Helmut og Fríða í FÁ »

Þriðjudagur 18. janúar 2005

Hópvefir

Nú er sífellt að færast í aukana að kennarar séu að setja upp hópvefi fyrir nemendur og nýta til þess Hexia vefdagbókarkerfið. Það kemur mér sífellt á óvart hversu mjöguleikarnir eru miklir og hversu vefsíðugerð öll verður einfaldari á allan hátt. Áður fór talsverður tími í vefsíðugerð nemenda í alskyns faggreinum en nú er hægt að búa vefsíðu til á nokkrum mínútum, senda á hana með tölvupósti, af vef eða úr síma og margir nemendur geta unnið á sömu vefsíðuna. Ég varð mjög glöð þegar fyrirtækið sem ég vinn hjá "Þekking" gerði samning við Hex hugbúnað um þjónustu við skóla við þennan búnað og ég hlakka mjög til að fást við það viðfangsefni.

kl. |Menntun / Um blogg

Álit (5)

Harpa:

Velkomin heim! Ég reikna með að þetta Hexíu-hrós sé fylgifiskur þess að fyrirtækið þitt er að nota og jafnvel hampa þessu dóti. Mér fannst þetta hreint ekkert auðvelt, notendavænt né sniðugt kerfi miðað við upplýsingarnar á heimasíðu fyrirtækisisins sjálfs (sem auk þess var eitthvað vitlaus ofin, a.m.k. var lykkjufall þarna einhvers staðar í krækjum). Þar sem ég tel mig hvorki byrjanda í UT né hálfvita hlýt ég að draga þá ályktun að Hexíu-viðmótið þurfi að endurhanna ef hrósið þitt á að standa undir nafni ;-) (Svo er ég að berjast við að vera með uppsteit í einhverju og ákvað að nota þig, ljúfan mín, sem æfingardæmi ;-)

Þriðjudagur 18. janúar 2005 kl. 19:02

Frábært Harpa mín, auðvitað vantar mig líka dæmi um einhvern sem sér allt ómögulegt við þetta mál til að sjá hvernig best er að vinna við það.

Hvað varðar samninga Þekkingar og Hex þá eru þeir fyrst og fremst mér að kenna því ég hef brennandi áhuga á þessu efni og trúi því (þar til þú sannfærir mig um annað) að þetta sé hið merkasta verkfæri í námi og skólastarfi. Því vildi ég að fyrirtækin gerðu samning svo ég gæti verið með í öllu saman og er því harla kát með það;-)

Ég á handbókardrög um þetta sem mig vantar að fá einhvern til að tæta í sig, allir eru svo voðalega kurteisir og finna ekkert að henni. Ert þú kannski til í að skoða hana fyrir mig og segja mér hvað þér finnst. Þú finnur þá einmitt meira sem þú getur gagnrýnt;-)

Kær kveðja
Lára

Miðvikudagur 19. janúar 2005 kl. 09:51

Pifff finna ekkert að henni ;) Þú ert greinilega ekki að leggja þetta fyrir "rétta" fólkið ;)

Miðvikudagur 19. janúar 2005 kl. 12:27

Sjálfsagt að senda þér eintak;-)

Miðvikudagur 19. janúar 2005 kl. 14:37

Harpa:

Þú verður að setja traust þitt á Tryggva, hvað gagnrýni á handbókina varðar, því ég kemst varla yfir Njálu, hvað þá meir, þessa dagana. Ég er ekki að segja að Hexíu megi ekki nota - ég var að segja að staðhæfingar um að allt varðandi notkun liggi svo ljóst og fínt fyrir væru argasta bull ... og svo var ég að segja að vefsíða fyrirtækisins sökkaði. Bara svo það sé á hreinu. Getur vel verið að Hexía, þá manni tekst (sennilega ekki af sjálfsdáðum) að læra að nota hana sé OK - reyndar hef ég aldrei skilið af hverju menn nota ekki bara farsímann til að hringja og senda SMS sín á milli og af hverju tölva og internet þarf að vera milliliður í því sambandi ...? Tengir Hexía næst þvottavélina og bakarofninn inn á kerfið?

Miðvikudagur 19. janúar 2005 kl. 17:47

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.