« Hrafnhildur Lára á leið á jólaball | Aðalsíða | Ægilegar afleiðingar »

Miðvikudagur 5. janúar 2005

Jarðskjálfti

Það er langt síðan ég hef fundið jarðskjálfta en nú kom hann, staðsettur fyrir austan Grímsey 5 á Richterkvarða. hér er lýsingin á honum og síðan mynd á korti hvar hann er. Frábær þjónusta hjá Veðurstofu Íslands að geta séð um leið hvar skjálftinn var og hversu stór.

kl. |Tilveran

Álit (7)

Ekki fannst hann hér að Galtalæk. Hér er allt í ró og spekt.

Miðvikudagur 5. janúar 2005 kl. 16:04

Örlygur Hnefill Örlygsson:

Rúv fær plús í kladdan fyrir snör viðbrögð, voru komnir með þrjá viðmælendur í beina útsendingu rúmum 6 mínútum eftir skjálftann og greinagóðar upplýsingar.

Miðvikudagur 5. janúar 2005 kl. 16:10

Keli:

Þetta er bara byrjunin á öflugri hrinu skjálfta þarna. Væri skondið ef það gysi nú þarna og myndaðist ný eyja.

Miðvikudagur 5. janúar 2005 kl. 16:13

Flott viðbrögð hjá RÚV, það skiptir máli að hafa svæðisútvarpið sem er nærri vettvangi. Ekki þýðir að hafa allt í kösinni í og við höfuðstaðinn;-)

Miðvikudagur 5. janúar 2005 kl. 16:19

Nú er mælingin á skjálftanum orðin 5,5 !

Miðvikudagur 5. janúar 2005 kl. 17:34

Jón Ingi:

Þetta er það sem má búast við þarna. 1910 varð skjálfti svolítið austar upp á 7.1 á richter. Þetta er nyrðra misgengið þarna en það syðra liggur um Húsavík og Flatey og fyrir Gjögrin. Á því misgengi varð skjálfti 1963 upp á rúmlega 7 og 1872 urðu skjálftar við Húsavík og Flatey upp á rúmlega 6...þetta hreyfist þarna enda heitir Skjálfandi...Skjálfandi af eihverjum ástæðum :-)

Miðvikudagur 5. janúar 2005 kl. 19:18

Við mæðgur fundum fyrir skjálftanum heima hjá Karólínu í kaffi...ekki laust við að maður fengi í mallakútinn...vonandi að þetta verði ekki meira...

kv. litla stelpan

Miðvikudagur 5. janúar 2005 kl. 21:44

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.