Ég hef lengi haft Skype forritið inn á vélinni hjá mér en aldrei notað það fyrr en í dag. Í Kidlink fór fólk að tala um forritið og notendanöfnin og ég prófaði. Fyrst við Tryggva og síðan Epi í Puerto Rico og þar á eftir Ora í Jerúsalem. Þetta eru ótrúleg hljóðgæði og bráðmerkilegt að tala við fólk svona hinumegin á hnettinum í afbragðs gæðum! Tja og ef þið viljið bæta mér á Skype símanúmeralistann hjá ykkur þá er notendanafnið mitt þar lastef ;-)
Álit (2)
Ég var mest hissa á hljómgæðunum m.v. að ég var að nota innbyggða litla hljóðnemann í 12" Powerbook.
Svo fá Skype stóran plús fyrir það að vera ekki að snobba fyrir einu stýrikerfi heldur eru með Windows, Linux, Mac OS X og meira að segja Pocket PC ;)
Mánudagur 10. janúar 2005 kl. 19:26
ja, hérna Lára mín...ég er búin að nota þetta í heilt ár.... :-)
Miðvikudagur 12. janúar 2005 kl. 19:23
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri