Færslur í febrúar 2005
« janúar 2005 |
Forsíða
| mars 2005 »
Þriðjudagur 1. febrúar 2005
Eftirfarandi frétt birtist hjá CNN í gær og kollvarpar þeim hugmyndum að börn kunni meira á netið en börn þeirra. Virkilega áhugaverð könnun og það væri gaman að skoða sama mál hér á landi en mér kæmi ekki á óvart að niðurstaðan væri sú sama.
Study finds parents perform better online than teens - Jan. 31, 2005
The cliché of Web-savvy teenagers clicking circles around their parents is simply not a reality, according to a new study by the Nielsen Norman Group that challenges Internet stereotypes of teen "technowizards."
kl. 21:22|
||
Miðvikudagur 2. febrúar 2005
Ég geng nánast daglega að Lónsánni ásamt fleirum með hundinn minn. Þessi á er landamerki Akureyrar og Hörgárbyggðar og rennur meðfram Krossanesborgum en umhverfisráðherra
undirritaði einmitt undir friðlýsingu þeirra sem fólkvangs um daginn. Í ána er settur klór- og sláturúrgangur og er áin því oft freyðandi af drullu og silungar þar hafa sést synda með kviðinn upp. Þetta er gríðarlega falleg á en harkalegt að þurfa að horfa upp á mengun hennar og þá hættu sem hún skapar fyrir fuglalíf, fiska og annað lífríki í nágrenni árinnar og fólkvangsins.
kl. 10:40|
||
Miðvikudagur 2. febrúar 2005
Sunna Njálsdóttir bókasafnsfræðingur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga var að benda mér á þessa frábæru síðu um blogg og bókasöfn ásamt ráðstefnu þann 25. maí. Nú væri gaman að frétta ef einhver fer héðan.
Weblogs på bibliotekerne i Skandinavien - Danmarks Biblioteksskole, Konsulentafdelingen
Weblogs på bibliotekerne i Skandinavien 26. maj 2005 på Danmarks Biblioteksskole
kl. 14:11|
/
||
Fimmtudagur 3. febrúar 2005
Föstudagur 4. febrúar 2005
Þá er ég á leið á þorrablót á Raufarhöfn, Fífa systir ætlar að koma úr Reykjavík og við ætlum að aka saman austur. Þetta verður feykiskemmtilegt og spennandi. Að öðru leyti er helginni ráðstafað í sumarbústaðnum við friðsæld og einhver samviskubit heima s.s. að bæra á sér í tiltekt og bókhald;-)
kl. 13:57|
||
Föstudagur 4. febrúar 2005

Þorrablót á Raufarhöfn - mikið fjör og mikið gaman.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 22:36|
||
Laugardagur 5. febrúar 2005

Ég hefði viljað eyða miklu meiri tíma í
myndatöku á Melrakkasléttunni í dag en Fífa systir þurfti í flug. Þarf endilega að fara aftur og taka fleiri myndir. Frábærar móttökur og skemmtilegt með Guðnýju Hrund, Beggu og Fífu ásamt frábæru fólki á Þorrablótinu.
kl. 23:55|
/
||
Sunnudagur 6. febrúar 2005

Það voru fallegar ísmyndanir í Rauðalæknum í dag. Gaman að taka myndir -
hér eru tvær í viðbót.
kl. 22:32|
/
||
Mánudagur 7. febrúar 2005

Agnethe og Ragnar á Angelráðstefnu á Selfossi.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 11:16|
||
Þriðjudagur 8. febrúar 2005

MH í dag:-)
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 09:02|
/
||
Þriðjudagur 8. febrúar 2005
Nú er vefsíðan mín komin með nýtt útlit - fantaflott að mínu mati, hannað af mínum uppáhalds hönnuði
Dagnýju Reykjalín. Ég á eftir að snurfusa tengla og annað að það passi inn í þetta útlit svo ég bið lesendur að sýna biðlund;-)
kl. 16:14|
||
Miðvikudagur 9. febrúar 2005
Fékk símtal rétt fyrir tvö í dag frá Kidlink þar sem ég var spurð hvort ég gæti verið í menntamálaráðuneyti Jórdaníu 7. mars með kynningu í tengslum við
Kidlink. Var í bakteymi þar í verkefninu "
Education for Peace" og einn af þeim sem átti að vera í Jórdaníu datt út í dag. Fékk síðan staðfest seinnipartinn að ég fer! Norak - þróunarsamvinnustofnun Noregs styrkir þetta verkefni. Ótrúlega spennandi!!! Visa - sprautur - vúps, hvað þarf ég?
kl. 16:35|
/
||
Fimmtudagur 10. febrúar 2005
Í
Morgunblaðinu í dag er sagt frá yfirlýsingu Höfuðborgarsamtakanna þar sem segir "Gamli miðbærinn í Reykjavík er kominn að fótum fram, nærþjónusta í borginni er hrunin og rekstrargrunnur almenningssamgangna brostinn" og "skilvirkara borgarskipulagi, án flugvallar í Vatnsmýri, megi ná miklum ábata á öllum sviðum samfélagsins". Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þessi samtök eru að fara. Þá fyrst brestur rekstrargrunnur almenningssamgangna í landinu ef flugvöllurinn er fluttur til Keflavíkur því þá hættir höfuðborgin að þjóna hlutverki sínu.
Continue reading "Enn um Reykjavíkurflugvöll" »
kl. 09:11|
||
|
Fimmtudagur 10. febrúar 2005

Úti að ganga með Kát í góða veðrinu.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 13:04|
||
Föstudagur 11. febrúar 2005
Föstudagur 11. febrúar 2005

Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 10:33|
||
Laugardagur 12. febrúar 2005

Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 11:05|
||
Sunnudagur 13. febrúar 2005
Mér var bent á greinina
"An Introduction to Activism on the Internet" eftir John Emerson, sem er mjög áhugaverð. Eitt af því sem er markvert þar að nú eru Kínverjar komnir í annað sæti (10,68%) yfir netnotendur en Bandaríkjamenn (19,86) í því fyrsta. Einnig er áhugavert að sjá hvernig farsímar hafa verið notaðir í kosningum. Þá koma vefdagbækur (blog) mjög til sögu í pólitískri baráttu, enn erum við sem tölum íslensku ofarlega á lista yfir algengustu tungumál sem eru á bloggi eða í 13 sæti. Mæli með þessari grein.
kl. 00:34|
||
Mánudagur 14. febrúar 2005

Það er alltaf gott að minna sig á að bíða áður en maður ekur út á þjóðveg númer eitt. Ekki er síðra að geyma póstkassann á staurnum. Þessi staur er við afleggjarann að Neðri Rauðalæk þar sem sumarbústaðurinn minn er í Rjúpnaholti. Ég bætti við nokkrum
ljósmyndum af klakamyndunum á læknum við safnið mitt frá um daginn. Ég var dálítið hrifin af þessum grýlukertum sem eru eins og klukkukólfar.
kl. 23:41|
||
Þriðjudagur 15. febrúar 2005
Ég var að skoða nýtt útlit á síðu Samfylkingarinnar á Akureyri þegar ég sá að félagi minn Jón Ingi Cæsarson var búin að skrifa nýja grein um förgun úrgangs og hafði
mynd með. Enn göngum við Íslendingar illa um náttúruna og Glerárdalur er sársaukafullt dæmi þess. Mæli með að menn kíki á þessa grein og segi hvað þeim finnst.
kl. 00:04|
||
Þriðjudagur 15. febrúar 2005
Miðvikudagur 16. febrúar 2005
Ég ætlaði að mæta á
hugarflugsfund vegna klasaverkefnisins sem tengist vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Fundurinn féll niður vegna þess að sérfræðingarnir að sunnan komust ekki þar sem veður hindraði flug. Það getur auðvitað alltaf gerst og sjálfur hefur maður setið fastur þegar maður átti að vera sérfræðingur einhversstaðar. Hinsvegar velti ég fyrir mér hvenær við Eyfirðingar förum að geta séð um þetta klasamál sjálf og hvort það séu virkilega engir hér á svæðinu sem geta séð um hugarflugsfund af þessu tagi eða ýtt verkefninu úr vör. Fimmtíu manns sem höfðu hliðrað til vinnu sinni til að mæta í dag þurfa að hliðra henni aftur til eftir viku. Nánast ekkert í þessu Vaxtarverkefni virðist gerast án þess að einhver komi að sunnan eða frá útlöndum. Ég er sumsé pínupirruð, en þá er bara að ausa úr sér og mæta glaður eftir viku búin að gleyma öllum pirringi.
kl. 09:30|
||
Miðvikudagur 16. febrúar 2005

Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 12:59|
||
Laugardagur 19. febrúar 2005

Við í Samfylkingunni á Akureyri fengum góða heimsókn úr Hafnarfirði í dag. Aldrei þessu vant var tekin mynd af mér og hér með Gunnari Svavarssyni forseta bæjarstjórnar. Þorlákur Axel tók sig til og skrásetti að ég hefði verið þarna líka. Fleiri
myndir frá deginum eru hér.
kl. 18:11|
||
Mánudagur 21. febrúar 2005
Mánudagur 21. febrúar 2005

Djísús krókusarnir að springa út!
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi
Hex
kl. 17:41|
||
Föstudagur 25. febrúar 2005
Nú er komið að lokum annasamrar viku. Fór á hugstormun um Klasa, Kátur veiktist, skipulag við ferðina til Jórdaníu á fullu. Einnig hefur komið upp hugmynd um að ég kæmi að öðrum verkefnum Kidlink sem eru á döfinni t.d. fyrir smátungumál í Nepal og á flóðasvæðum í Indlandi. Þar vantar fólki aðstoð og stuðning til að þau sem eru úti á akrinum geti sinnt vinnunni sinni í stað þess að hanga við tölvu við útfærslu og uppsetningar. Væri gaman að geta hjálpað þeim. Best að fara heim, kúra sig, horfa á Idol, gá hvort Kátur er orðinn frískur og vera orðinn hress til að vinna meira í fyrramálið;-)
kl. 16:36|
||
Laugardagur 26. febrúar 2005

Í dag voru mjög sérstakar ísnálar um allt á Akureyri og því kjörið að
taka myndir á meðan þær voru. Trén voru þakin ísnálum, umferðaskilti, girðingar og margt fleira. Hilda Jana sagði að sumt væri eins og að kókosmjöli hefði verið dreift yfir.
kl. 23:26|
||
Mánudagur 28. febrúar 2005
Ég er ekki búin að vera lengi í pólitík svo alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Mér finnst alveg stórkostlegt hvernig Framsóknarmenn gátu tekið fókusinn af innri vandamálum, einmitt á þeim tíma sem helst þurfti að takast á við þau - á landsþingi og fara að tala um eitthvað allt annað. Greinilegt var að þeir sem skipulögðu fundinn vissu að evrópumálin væru bitastæð til að fá útrás fyrir ágreining og öll orka manna fór í það og síðan var bara kosið í stjórn flokksins eins og áður var. Þessi aðferðafræði er greinilega að svínvirka - allavega sé maður Framsóknarmaður.
Continue reading "Flokksþing Framsóknarmanna" »
kl. 17:43|
||