Ég ætlaði að mæta á hugarflugsfund vegna klasaverkefnisins sem tengist vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Fundurinn féll niður vegna þess að sérfræðingarnir að sunnan komust ekki þar sem veður hindraði flug. Það getur auðvitað alltaf gerst og sjálfur hefur maður setið fastur þegar maður átti að vera sérfræðingur einhversstaðar. Hinsvegar velti ég fyrir mér hvenær við Eyfirðingar förum að geta séð um þetta klasamál sjálf og hvort það séu virkilega engir hér á svæðinu sem geta séð um hugarflugsfund af þessu tagi eða ýtt verkefninu úr vör. Fimmtíu manns sem höfðu hliðrað til vinnu sinni til að mæta í dag þurfa að hliðra henni aftur til eftir viku. Nánast ekkert í þessu Vaxtarverkefni virðist gerast án þess að einhver komi að sunnan eða frá útlöndum. Ég er sumsé pínupirruð, en þá er bara að ausa úr sér og mæta glaður eftir viku búin að gleyma öllum pirringi.
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri