« Þorrablót á Raufarhöfn | Aðalsíða | Rauðalækur »

Laugardagur 5. febrúar 2005

Frábær ferð á Raufarhöfn

Frost_litla.JPG

Ég hefði viljað eyða miklu meiri tíma í myndatöku á Melrakkasléttunni í dag en Fífa systir þurfti í flug. Þarf endilega að fara aftur og taka fleiri myndir. Frábærar móttökur og skemmtilegt með Guðnýju Hrund, Beggu og Fífu ásamt frábæru fólki á Þorrablótinu.

kl. |Ferðalög / Ljósmyndun

Álit (2)

Harpa:

Velkomin af heimskautsbaug :) Var ég búin að segja þér að ég var hætt komin í jakahlaupi út af Hraunhafnartanga á yngri árum? Þannig að þótt ég hafi aldrei migið í saltan sjó hef ég alla vega þá reynslu að hanga á jaka með fætur í Íshafinu ...
Annars er ég logandi hrædd við að skrifa orðið komment, sé að sveitarstjórinn á Raufarhöfn hefur eitthvað móðgast þegar ég var að reyna að fíflast í þér, dúllan mín (sigaðir þú henni á mig? !). Sendi henni slóð á ljómandi fallega mynd af Raufarhöfn sem plástur á sárið (auk þess að ættfæra mig aftur í landnema þessa ágæta staðar, eða þannig ...) Svo er ég búin að tjúna einhvern grunnskólakennara í Reykjavík upp úr öllu valdi, með eigin bloggi og svo með því að minnast á Raufarhöfn í kommenti á hennar bloggi. Það er stuð, maður lifandi! Ég ætti kannski að halda mig við að rífast um UT, a.m.k. virðast menn ekki alveg eins sárir yfir ólíkum skoðunum á UT eins og öðru sem snertir skólamál ... Sem minnir mig á: Kemur þú ekki á UT 2005? Ég ætla aldrei þessu vant ekki að flytja neinn fyrirlestur en hef mikinn áhuga á að hitta fólk í kaffi (og helst á reyksvæðum en geri það sosum ekki að skilyrði). Svona "sýna sig og sjá aðra" eins og í messunum í gamla daga.

Sunnudagur 6. febrúar 2005 kl. 20:21

Auðvitað sigaði ég sveitastjóranum á þig - nei bara grín við vorum að skoða innleggið og þá var kommentið komið. En mér sýnist að þú hafir bjargað þér ágætlega út úr klípunni;-)

Já ég fer á UT og ekki með neinn fyrirlestur heldur svo við náum örugglega að hittast;-)

Kær kveðja
Lára

Sunnudagur 6. febrúar 2005 kl. 21:48

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.