Fimmtudagur 3. mars 2005
Föstudagur 4. mars 2005
Laugardagur 5. mars 2005
Þá er ég að dunda mér á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Ég ætlaði að fara niður í bæ og skemmta mér við að skoða en þar sem hér er nokkur snjór og skítakuldi (ég tók ekki kuldagallann með) hætti ég við það. Ég er búin að lesa, skoða flestar búðir og nú komin í netsamband sem hefur ágætlega ofan af fyrir mér. Til að fara til Amman þarf ég að tékka mig inn í aðra álmu og ég sá ekki betur en að á þeirri leið sé útstilling frá ríkislistasafni þeirra Hollendinga svo ég ætla að fara frekar snemma og kíkja á hvort þetta sé rétt. Schiphol er annars mjög þægilegur flugvöllur þó hann sé stór og mér finnst ferlega þægilegt að geta farið með farangurskerruna inn á klósett í staðinn fyrir að þurfa að losa dótið, drösla því inn í postulínshverbergið og síðan finna annan vagn þegar ég kem út. Þetta er þrælfínt.
Continue reading "Schiphol" »
kl. 15:02|
||
Sunnudagur 6. mars 2005

Hér er hluti útsýnisins út um hótelgluggann minn á Intercontinental hótelinu í Amman.
Hér má finna fleiri myndir. Fyrsta sem vakti athygli mína voru gluggar, hér eru gluggar einfaldlega fjölbreyttari heldur en á öðrum stöðum sem ég hef komið til í veröldinni. Ferkantaðir gluggar hafa gluggapóstana einhvernvegin öðruvísi (þarf að mynda það meira) en síðan eru gluggar af nánast öllum hugsanlegum gerðum. Ferðin gekk annars mjög vel þó löng væri.
Ég lenti dálítið seint á flugvellinum hér í Amman, talsverðar tafir voru á flugi í Amsterdam vegna snjós á flugvellinum. Því beið flugvélin sem við vorum í dálitla stund eftir farþegum úr öðru flugi og ég var því tæpum klukkutíma seinna en reiknað var með. Það var í fínu lagi því ég ætlaði hvort sem er að vera samferða Odd de Presno frá Noregi sem er stjórnandi
Kidlink sem kom um Frankfurt. Seinkunin gerði það að verkum að við vorum hér á sama tíma sem var mjög þægilegt. Tímasetningin var hinsvegar frekar erfið við vorum að lenda um tvöleytið í nótt en allt gekk eins og í sögu.
Continue reading "Komin til Amman" »
kl. 10:22|
||
Sunnudagur 6. mars 2005
Sunnudagur 6. mars 2005
Mánudagur 7. mars 2005
Þriðjudagur 8. mars 2005
Miðvikudagur 9. mars 2005
Miðvikudagur 9. mars 2005
Fimmtudagur 10. mars 2005
Fimmtudagur 10. mars 2005
Föstudagur 11. mars 2005
Sunnudagur 13. mars 2005
Sunnudagur 13. mars 2005
Mánudagur 14. mars 2005
Það voru ömurlegar fyrstu fréttirnar sem ég heyrði þegar ég opnaði útvarpið á Íslandi eftir Jórdaníuförina. Samið er við erlenda aðila að gera við varðskip Íslendinga fremur en að vinna vinnuna hér heima. Samkvæmt
Morgunblaðinu í dag virðast s.k. ráðgjafar frekar fara með vinnuna úr landi þar sem þá fá þeir meira fyrir sinn snúð sem eftirlitsaðilar. Verðmunurinn er lítill og augljóslega kemur meira til baka í íslenskt samfélag sé verkið unnið hér. Græðgi í íslensku samfélagi er orðin svo mikil að menn hugsa ekki fram fyrir nefið á sér og óforsjálni Ríkiskaupa ömurleg fyrir íslenska þjóð, með þessu eru Ríkiskaup að éta útsæðiskartöflur íslensku þjóðarinnar. Með þessu áframhaldi eigum við ekkert sjálf, fáum ekkert að gera sjálf, Íslendingar eru smá saman að verða verkamenn auðhringa og útlendinga. Eigin fyrirtæki og rekstur eru hundsuð og fyrirlitin af íslenskum yfirvöldum.
Continue reading "Slippstöðin sniðgengin" »
kl. 15:11|
||
Miðvikudagur 16. mars 2005
Eftir að hafa notað
Skype um nokkurt skeið hef ég komist að þeirri niðurstöðu að sími í þeirri mynd sem við þekkjum hann núna sé á undanhaldi. Enda kostar notkun á Skype hreint ekki neitt. Ég hef verið á símafundi með fólki í Puerto Rico og Noregi á sama tíma. Á meðan ég var í Jórdaníu gat ég notað Skype til að tala við fólk hér og þar í heiminum fyrir ekki neitt og nú hef ég verið að ræða til Amman í Jórdaníu héðan á gæðum sem taka fram venjulegu símtali. Síminn í þeirri mynd sem hann er núna er því á hröðu undanhaldi og von bráðar tel ég að hann hverfi í þeirri mynd sem hann er. Þróun er einnig gríðarleg eins og kemur fram
í viðtali við Niklas Zennström frá Skype í InfoWorld.
Continue reading "Síminn óþarfur!" »
kl. 09:57|
/
||
Fimmtudagur 17. mars 2005
Fimmtudagur 17. mars 2005
Mánudagur 21. mars 2005
Miðvikudagur 23. mars 2005
Miðvikudagur 23. mars 2005
Laugardagur 26. mars 2005
Sunnudagur 27. mars 2005
Þriðjudagur 29. mars 2005
Miðvikudagur 30. mars 2005
Fimmtudagur 31. mars 2005