Á morgun fer ég á Alþingi að leysa Kristján L. Möller af sem er að fara á fund alþjóða þingmannasambandsins IPU sem verður í Manila á Filippseyjum. Ég hélt að ekki yrði þingfundur fyrr en á mánudag en það er fundur á morgun svo það er tími til kominn að skella sér suður. Nú er að koma sér inn í málin eins hratt og auðið er því það er ekki einfalt að fara frá verkefnunum í vinnunni og stökkva inn í þau mál sem eru á Alþingi sem mörg hver eru talsvert flókin. Hinsvegar er virkilega gaman að láta reyna á sjálfan sig og þetta er svo sannarlega tækifæri til þess sem ég er þakklát fyrir að fá;-)
Álit (2)
Góða skemmtun á nýja vinnustaðnum :) Þú veist náttúrlega hvaða fyrirspurn mér finnst nærtækust en ert náttúrlega ekki í stöðu til að spyrja ... læt þig vita ef mér dettur eitthvað annað í hug. Ef þú vilt komast í fjölmiðla bendi ég á hina frábæru hugmynd um bleik hannyrðaresept við þunglyndi ;-)
Fimmtudagur 31. mars 2005 kl. 13:37
Góða ferð vinkona og gangi þér vel að gera e-ð af viti. Sjáumst þegar þú kemur aftur.
Fimmtudagur 31. mars 2005 kl. 19:05
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri