Nú hefur birst á netinu ný stefna menntamálaráðuneytisins um UT og menntun sem kallast Áræði með ábyrgð. Ég var búin að skanna hana en á eftir að kryfja hana gaman væri að heyra í öðrum sem eru að pæla í gegnum ritið. Eða eru svona plögg kannski mest fyrir skúffuna og námsmenn?
« Lögin í brúðkaupinu | Aðalsíða | Fallegt blóm »
Þriðjudagur 29. mars 2005
Álit (11)
Ég er enn bara búin með eina blaðsíðu ;-) Aftur á móti er ég not-so-happy með flokkinn þinn eins og sjá má á bloggfærslum mínum. Af hverju kynnir fólk sér ekki málin áður en það æðir fram með einhvern tískufasisma?
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 10:08
Ég sá færsluna þína um þunglyndi og sendi formanninum hér á Akureyri hana strax. Við erum að skoða þetta og annað þessu tengt þannig að innleggið þitt var frábært um efnið. Varstu með aðra færslu um flokkinn sem hefur farið fram hjá mér?
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 10:14
Ég blaðaði aðeins í gegnum hann um daginn....og skemmti mér aðallega við málfarið á honum...þvílík uppskrúfuð málfarsdella....ég hefði ekki gefið nemendum í 10 bekk hátt fyrir svona bull. Mér finnst nú alveg lágmark ef ráðuneytið þarf endilega að vera með eitthvert uppskrúfelsi á þessu (þannig að sem fæstir skilji hvað átt er við) að þeir kunni þá að fara rétt með tíðir, kyn og beygingar og verði sér ekki til skammar í þeim efnum...þetta er jú einu sinni menntamálaráðuneyti!!! og hana nú :-)
Dæmi: „það er því mikilvægt að ekki verði reistar óeðlilegar hindranir í vegi fyrir miðlun upplýsinga.....“. „Kennarar, sem búa til og nota stafrænt efni, eru í óvissu um hvaða verndar verk sín njóta.....“. Þessi tvö dæmi eru bæði af blaðsíðu 41 en bæklingurinn er upp á 45 blaðsíður. Hinar eru svipaðar.
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 10:26
Hmmm, ég undraðist þegar ég sá færsluna á Menntagáttinni http://www.menntagatt.is/default.aspx?pagename=Birta%20efni&entryid=ISMG-3712&backuppageid=62 að Þorgerður Katrín er skráð sem höfundur. Ég hef ekki séð rit ráðuneyta áður skráð með ráðherra sem höfund heldur stofnunina. Er rétt að skrá rit sem þetta (sem hún samdi ekki en ber jú auðvitað ábyrgð á) undir hennar nafni? Eru ráðuneyti ekki yfirleitt skráð fyrir svona ritum?
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 10:33
Ég er viss um að svona veltalandi og málhæfri konu finnst leiðinlegt að vera talin höfundur þessa texta. Hins vegar fékk ég svo mikinn móral yfir að hafa sagt yfirmanni Þróunarsviðs hvað textinn væri mikil steypa að ég hef alltaf ætlað að lesa þess skýrslu með tilliti til efnisatriða en reyna að líta fram hjá ambögunum. Hef því miður ekki komið því í verk ennþá en hef það á stefnuskránni :)
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 11:39
Hmmm ég þarf greinilega að huga að málfarinu þegar ég les þetta. Það er hræðilegt til þess að vita að menntamálaráðuneytið sé að gefa út á vondri íslensku. En ef Harpa og Eygló halda því fram, Harpa með opinberan móðurmálarastimpil og Eygló góð á því sviði þá reikna ég með því að það sé bara satt.
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 11:53
Hmm - stelpur!
Best að segja eitthvað frekar en að þegja í svona góðum hópi!
- Hmm - skráningin á stefnunni á Menntagátt er í samræmi við skráningu ráðuneytisins en ég er alveg sammála ykkur og nú eru helstu sérfræðingar að skoða þetta.
- - Hmm-ræsk.. málfarið er yfirlesið af aðal gúrú íslenskrar tungu og hefði átt að nást réttritunarlega rétt í gegn um útgáfuferlið! .. en stíllinn er síðan annað mál.
Elsku látið þetta ekki fæla ykkur frá og lesið innihaldið. Núna er unnið að verkefnalista og í framhaldinu vef með upplýsingum um hvernig framkvæmd stefnunnar verður háttað.
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 16:00
Hver er aðal gúrú íslenskrar tungu?
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 16:38
Það væri „nottla“ bara gaman að vita!!:-)
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 19:38
Ég er jafnspennt og þær stöllur - ekki las Ólafur Oddsson þetta yfir fyrir ykkur? ;-) Annars held ég verði að velta þessum óþekkta gúrúi af stallinum sínum þrátt fyrir að ég sé enn bara búin með eina blaðsíðu.
Annars ætla ég að reyna að klöngrast gegnum textann með meininguna að leiðarljósi einhvern tíma á næstunni. Kemur sér vel að hafa fjölda bókmenntafræðieininga við að rýna í djúpgerð textans og túlka hvað sé eiginlega verið að reyna að segja.
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 20:00
Það sem ég skrifaði átti nú að vera í betra samhengi en nú er komið kvöld og málstolið farið að bæra á sér (þrátt fyrir alla reseptlausu mósjónina sem ég stunda!)
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 20:01
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri