Færslur í apríl 2005
« mars 2005 | Forsíða | maí 2005 »
Föstudagur 1. apríl 2005
Fyrsti þingdagurinn var mjög skemmtilegur alveg eins og fyrsti þingdagur í fyrra. Fjölmiðlar á staðnum og umræðan fjölmiðlamál. Þar sem ég hafði komið inn áður þá var þetta nokkuð auðveldara, ég byrjaði á að fara niður í Austurstræti og finna skrifstofu með góðri hjálp starfskvenna Alþingis sem starfa í húsnæði Samfylkingarinnar. Láta yfirfara tölvuna mína áður en hún færi inn á kerfi þingsins, fá bílageymslukort, finna dagskrá dagsins og byrja að lesa. Ég talaði í einu máli í dag um þingsályktunartillögu um ferðamál sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mælti fyrir, fínt mál og gaman að sjá átak í ferðamálum.
Laugardagur 2. apríl 2005
Mánudagur 4. apríl 2005
Íslenskir stafir í lénsheitum
Ég spurði samgönguráðherra í dag í fyrirspurnartíma hvort hann hyggðist beita sér fyrir því að þeir sem ættu lénsnöfn án séríslenskra bókstafa gætu fengið aðgang að sambærilegu heiti léns með íslenskum bókstöfum. Ótrúlegt að hver sem er geti keypt sambærilegt nafn og þurfi að greiða árgjald af því þegar ljóst er að einungis er verið að kaupa lénsnafnið til að vernda lénið. Þessu hafði ráðherrann ekki velt fyrir sér né heldur hvort eitthvað ætti að gera. Ljóst er að íslensk tunga er ekki efst í huga manna sem láta þetta mál sig engu varða.
Hvernig litist mönnum t.d. á ef einhver samtök öfgamanna ættu alþingi.is og þar lentu menn sem ætluðu að rita lénsnöfn á Alþingi.
Hvernig litist mönnum t.d. á ef einhver samtök öfgamanna ættu alþingi.is og þar lentu menn sem ætluðu að rita lénsnöfn á Alþingi.
Þriðjudagur 5. apríl 2005
Útvarpsráð, konur og landbúnaður
Í dag fer ég á fund í útvarpsráði, ég er varamaður þar og Svanfríður Jónasdóttir aðalmaður kemst ekki. Þetta er fyrsti fundurinn eftir þeim sem Auðunn Georg var ráðinn þannig að líklegt má telja að þetta verði nokkuð spennandi fundur. Bíð með að segja meira um það mál þar til eftir fundinn en gaman væri að heyra sjónarmið manna á málinu.
Seinna í dag mun ég tala á Alþingi um jafnrétti kvenna í landbúnaði. Nóg er því að undirbúa sig fyrir hér í kuldalegri höfuðborginni í dag.
Seinna í dag mun ég tala á Alþingi um jafnrétti kvenna í landbúnaði. Nóg er því að undirbúa sig fyrir hér í kuldalegri höfuðborginni í dag.
Þriðjudagur 5. apríl 2005
Armæða fréttastjóra
Það er víðar en á Íslandi sem ríkisfjölmiðlar lenda í vandræðum í tengslum við fréttastjóra. Í Ungverjalandi var verið að reka fréttastjóra af því hann var 27 mínútum seinni en keppinautarnir að tjá landsmönnum að páfinn hefði látist sbr. frétt í Morgunblaðinu. Menn mega greinilega ekki klikka mikið á ríkisfjölmiðli í því fallega landi.
Miðvikudagur 6. apríl 2005
Ferðamálaáætlun
Ég talaði á Alþingi á föstudaginn um þingsályktunartillögu um ferðamálaáætlun 2006-2015 sem samgönguráðherra var að leggja fyrir Alþingi. Mér þykir þetta verulega spennandi mál og þætti gaman að heyra ef einhver hefur lesið þessa skýrslu ásamt þingsályktunartillögunni og hefur skoðun á ræðunni minni, þingsályktunartillögunni eða skýrslunni.
Miðvikudagur 6. apríl 2005
Íslensk lénsheiti
Ég lagði fram óundirbúna fyrirspurn og fylgdi því stuttlega eftir. Það er verulega stuttur ræðutími í þessum ræðum 2 mín og tvisvar 1 mínúta svo það er ekki hægt að segja margt. Þessu máli má fylgja verulega eftir því það er svo undarlega hallærislegt að ISNIC ætli að innheimta tvöfalt árgjald af lénum annað af t.d. www.lara.is án íslenskra stafa og síðan aftur af www.lára.is þegar auðséð er að það er verið að nota þetta fyrir sama lénið. Hér mættu gilda ákveðnar reglur. Þegar ég keypti t.d. lénið utn.is datt mér ekki í hug að menn rugluðust á því og utanríkisráðuneytinu en ég fæ alloft póst sem ætlaður er starfsmönnum í því ráðuneyti sem getur verið afar viðkvæmt mál. Ég var hinsvegar að kaupa lén sem tengdist UTN áföngum í framhaldsskóla. Ég hef af reynslu minni af því séð að það getur beinlínis verið alvarlegt þegar lénsheiti liggja á "röngum" stöðum. Ég hef nokkrum sinnum haft samband við ráðuneytið frá árinu 2001 vegna viðkvæmra mála sem enda hjá mér sumir hirða ekki um að svara en aðrir gera það. Ég bauð ráðuneytinu að fá lénið og greiða einungis fyrir það sem kostar að flytja vefinn á annað lén, tékka það af að það sé rétt og nýskráningu á léni sem hlýtur að teljast sanngjarnt. Því hefur ráðuneytið ekki haft áhuga á og ég hef svosem ekki tíma til að flytja vefinn utn.is svo ég sé ekki ástæðu til að endurnýja það boð mitt. Boðið er því formlega dregið til baka;-)
Þriðjudagur 12. apríl 2005
Íslensk lén með ábyrgð
Nú ber svo við að ISNIC kemur með langar útskýringar á því af hverju þeir vilja ekkert skipta sér af því hver hefur hvaða lén og ekkert sé hægt að gera í þeim efnum. Af því að viti.is og víti.is sé alls ekki það sama og því geta þeir ekki heldur gert greinarmun á ruv.is og rúv.is hmmm. Ég sé mun á víti og viti en ekki sérstakan á ruv og rúv. Kannski séu til starfsmenn hjá ISNIC sem geta séð mun. Auðvitað eiga menn að bera ábyrgð á því að kaupa sín lén en þegar algerlega er ljóst að verið er að samnýta lénsheiti með og án séríslenskra stafa þá er spurningin um hvort árgjaldið þurfi alltaf að vera það sama þar sem þjónusta ISNIC eykst ekkert á ársgrundvelli við það að velja annað heiti og því verið að taka gjald á hverju ári af því sem ekkert er. Ég sé ekkert að því að kaupa lénsheitið enda er kostnaður í því fólginn að skrá það en það er ekki sami kostnaður fyrir ISNIC að halda úti tveimur lénsheitum á sama efnið á ársgrundvelli. Allavega vildi ég fá greinargóðar skýringar á því í hverju sá kostnaður er fólginn. Einnig er ekki nokkur vandi að haga skráningu þannig þegar lén er keypt að það sé ljóst.
Miðvikudagur 13. apríl 2005
Jabbadabbadú
Loksins náði ég betri árangri í ljósmyndakeppni var númer 40 af 265 ljósmyndum og er alveg feykilega glöð eftir frekar dapra frammistöðu hingað til. Mér fer svo sannarlega fram;-) Myndin var af gömlum járnhring sem er negldur inn í klett við sjóinn rétt norðan við Akureyri við gamlar húsarústir. Ég er harla montin núna;-)
kl. 18:32|Ljósmyndun || Álit (3)
Miðvikudagur 13. apríl 2005
Samgönguáætlun
Það var mikið um að vera á Alþingi í gær þegar samgönguáætlun var tekin á dagskrá. Ég hafði mikið að segja þann dag eins og sjá má í ræðulistanum mínum á þinginu. Í ræðu minni talaði ég aðallega um lengingu flugvallarins á Akureyri og Vaðlaheiðargöng. Í andsvörum við ræður annarra um Reykjavíkurflugvöll. Sérstaklega þótti mér gaman að fara í andsvar við ræðu Péturs Blöndal fyrst og fremst vegna þess að það var svo skemmtilegt. Það er alltaf gaman að komast í frísklega orðræðu.
Fimmtudagur 14. apríl 2005
Með rangar hendur
Í dag er fjallað um eign mína á léninu utn.is í Fréttablaðinu og í framhaldi af því hringdi starfsmaður utanríkisráðuneytisins í mig í gær og gekk frá samningi um að fá lénið til sín. Ég verð að segja að þó stundum hafi verið dálítið kómískt sem upp kom í tengslum við þetta lén þá er oftar sem ég hef haft alvarlegar áhyggjur af þessari öryggisglufu í íslensku utanríkisþjónustunni. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki treyst sjálfri mér og greinilega utanríkisráðuneytið líka sem hefur verið tiltölulega yfir þessu í meira en fjögur ár. Nauðsynlegt er að einhverjar reglur gildi um sölu og eignarhald á lénum þannig að mál sem þetta komi ekki upp án þess að hægt sé að bregðast við. Ég hefði getað neitað að láta ráðuneytið hafa lénið, ég hefði oft getað misbeitt upplýsingum sem mér bárust og hægt hefði verið að veikja þann trúnað sem þarf að ríkja í kringum utanríkisþjónustu Íslending. Þrátt fyrir að reyna að muna að lesa ekki þessi bréf þá er erfitt þegar mér berast yfirleitt um hundrað bréf daglega að byrja ekki að skanna næsta bréf áður en því var hætt, senda bréfið áfram til utanríkisráðuneytisins og eyða hjá mér. Mér finnst reyndar að ráðuneytið eigi að minnsta kosti að senda mér blóm fyrir alla þjónustuna undanfarin ár og trúnað í starfi;-)
Síðan er verulega óþægilegt að vera varaþingmaður stjórnarandstöðunnar og upplifa að ekki sé hægt að beita sér í ákveðnum málum þar sem trúnaðarbréf um viðkomandi mál hafa borist mér óviljandi. Þar með vita menn að ég hef eða gæti haft vitneskju um mál sem ég á ekki að hafa. Því er mikill léttir að þessu fari að linna.
Síðan er verulega óþægilegt að vera varaþingmaður stjórnarandstöðunnar og upplifa að ekki sé hægt að beita sér í ákveðnum málum þar sem trúnaðarbréf um viðkomandi mál hafa borist mér óviljandi. Þar með vita menn að ég hef eða gæti haft vitneskju um mál sem ég á ekki að hafa. Því er mikill léttir að þessu fari að linna.
Mánudagur 18. apríl 2005
Þriðjudagur 19. apríl 2005
Laugardagur 23. apríl 2005
Þriðjudagur 26. apríl 2005
Þriðjudagur 26. apríl 2005
Fimmtudagur 28. apríl 2005
Formannsslagarinn
Ég samdi sérstakann formannsslagara til að lýsa angist flokksmanna Samfylkingarinnar við að velja sér formann milli þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Þeir sem vilja syngja með finna textann hér. Þetta flutti ég ásamt Gísla mínum á kvöldskemmtun á Seyðisfirði á laugardaginn eftir aðalfund kjördæmisráðsins í norðausturkjördæmi. Annars eru lögin sem hafa verið útsett á þessu ári smá saman að koma hér inn. Enn sem fyrr koma þau upp úr skúffunum fyrir tilstuðlan Johnny King sem hefur reynst okkur frábær í þessu lagabrölti.
Ég hafði ofboðslega gaman af því að semja þetta og flytja, svona einn kántríslagara um formannskjörið - vonandi hefur einhver annar gaman af þessu líka - þá væri fínt að fá athugasemdir hér inni;-)
Knúið af Movable Type 3.33

Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is
www.flickr.com |
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is
Email: lara [at] lara.is

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.