Ég samdi sérstakann formannsslagara til að lýsa angist flokksmanna Samfylkingarinnar við að velja sér formann milli þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Þeir sem vilja syngja með finna textann hér. Þetta flutti ég ásamt Gísla mínum á kvöldskemmtun á Seyðisfirði á laugardaginn eftir aðalfund kjördæmisráðsins í norðausturkjördæmi. Annars eru lögin sem hafa verið útsett á þessu ári smá saman að koma hér inn. Enn sem fyrr koma þau upp úr skúffunum fyrir tilstuðlan Johnny King sem hefur reynst okkur frábær í þessu lagabrölti.
Ég hafði ofboðslega gaman af því að semja þetta og flytja, svona einn kántríslagara um formannskjörið - vonandi hefur einhver annar gaman af þessu líka - þá væri fínt að fá athugasemdir hér inni;-)
« Rotaryklúbbur Eyjafjarðar | Aðalsíða | Hestar, skófir, brum »
Fimmtudagur 28. apríl 2005
Álit (5)
Gaman að laginu Lára, verður gaman að sjá hver vinnur þessa baráttu.
Fimmtudagur 28. apríl 2005 kl. 18:24
Frábærlega skemmtilegt lag... við hlustuðum á það á UJ í fundi áðan. Stuðkveðjur að sunnan!
Fimmtudagur 28. apríl 2005 kl. 23:29
Lára þú ert snillingur, lagið er brilljant mæli með að Samfó bjóði þér útgáfusamning ekki seinna en í gær.
Laugardagur 30. apríl 2005 kl. 03:50
Lára þú ert snillingur, lagið er brilljant mæli með að Samfó bjóði þér útgáfusamning ekki seinna en í gær.
Laugardagur 30. apríl 2005 kl. 03:51
Takk öll!!! Frábært að heyra að einhverjir hafa gaman af þessu!
Laugardagur 30. apríl 2005 kl. 15:28
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri