Fyrsti þingdagurinn var mjög skemmtilegur alveg eins og fyrsti þingdagur í fyrra. Fjölmiðlar á staðnum og umræðan fjölmiðlamál. Þar sem ég hafði komið inn áður þá var þetta nokkuð auðveldara, ég byrjaði á að fara niður í Austurstræti og finna skrifstofu með góðri hjálp starfskvenna Alþingis sem starfa í húsnæði Samfylkingarinnar. Láta yfirfara tölvuna mína áður en hún færi inn á kerfi þingsins, fá bílageymslukort, finna dagskrá dagsins og byrja að lesa. Ég talaði í einu máli í dag um þingsályktunartillögu um ferðamál sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mælti fyrir, fínt mál og gaman að sjá átak í ferðamálum.
Álit (4)
Sá þig sys í sjónvarpinu - var rosa stolt. Þar fyrir utan stóðstu þig mjög vel, Ísólfur Gylfi kom áberandi óundirbúinn þarna á eftir þér. Það var gott að heyra þig leggja til málanna á móti þeim spjöllurum sem ég hlustaði á síðan.
Go girl!!!
Sunnudagur 3. apríl 2005 kl. 00:58
Takk, sys!
Sunnudagur 3. apríl 2005 kl. 09:12
Það er nú gott að vita að þú talaðir um málið kl 15:19 en væri ennþá betra að vita hvað þú hefðir sagt ;)
http://www.althingi.is/altext/131/04/l01141949.sgml
Mánudagur 4. apríl 2005 kl. 11:10
Það tekur tíma að pikka þetta upp spurning hvort það væri skynsamlegt að biðja Hex að búa til græju sem breytir tali í texta og bara þurfi að lesa yfir;-) Annars er hægt að panta ritun á máli ef liggur á því en ég veit ekki hvort allir geta gert það, þú ættir bara að prófa;-)
Mánudagur 4. apríl 2005 kl. 22:54
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri