Nú ber svo við að ISNIC kemur með langar útskýringar á því af hverju þeir vilja ekkert skipta sér af því hver hefur hvaða lén og ekkert sé hægt að gera í þeim efnum. Af því að viti.is og víti.is sé alls ekki það sama og því geta þeir ekki heldur gert greinarmun á ruv.is og rúv.is hmmm. Ég sé mun á víti og viti en ekki sérstakan á ruv og rúv. Kannski séu til starfsmenn hjá ISNIC sem geta séð mun. Auðvitað eiga menn að bera ábyrgð á því að kaupa sín lén en þegar algerlega er ljóst að verið er að samnýta lénsheiti með og án séríslenskra stafa þá er spurningin um hvort árgjaldið þurfi alltaf að vera það sama þar sem þjónusta ISNIC eykst ekkert á ársgrundvelli við það að velja annað heiti og því verið að taka gjald á hverju ári af því sem ekkert er. Ég sé ekkert að því að kaupa lénsheitið enda er kostnaður í því fólginn að skrá það en það er ekki sami kostnaður fyrir ISNIC að halda úti tveimur lénsheitum á sama efnið á ársgrundvelli. Allavega vildi ég fá greinargóðar skýringar á því í hverju sá kostnaður er fólginn. Einnig er ekki nokkur vandi að haga skráningu þannig þegar lén er keypt að það sé ljóst.
Álit (3)
Kostnaður ISNIC við að halda úti léni breytist ekkert hvort heldur sem er verið að vísa á sama innihald eða ekki á tveimur eða fleiri lénum. Ég skil ekki alveg af hverju það ætti að vera á kostnað eða ábyrgð ISNIC að halda úti ísl-enskum og íslenskum útgáfum léna.
Það hvort úthlutunarreglur eigi að taka mið af venjum um þetta er síðan annað mál. Ég held hins vegar að reglan: "Árgjald felt niður ef lén vísa á sama innihald" sé slæm og bjóði upp á mikla misnotkun. Hvort eigandi léns á ísl-ensku eigi að eiga rétt á skráningu á íslenska léninu er ormagryfja eins og dæmin á síðu ISNIC sýna.
Ástæðan fyrir því að þú sérð mun á ruv ig rúv er að það er ekkert til sem heitir ruv í dag. Hins vegar ef ég myndi stofna fyrirtækis Rannsóknarmiðstöð Uppeldis- og Velferðarmála, stytt í RUV þá myndiru sjá mun ;)
Þriðjudagur 12. apríl 2005 kl. 10:18
Já þá myndi ég sjá mun;-) Þetta er hinsvegar verulega vont mál, kemur þú auga á hvernig mætti koma í veg fyrir tvöfalt árgjald af svona?
Þriðjudagur 12. apríl 2005 kl. 11:25
Nei því miður. Ég er nefnilega í þessari afskaplega slöppu aðstöðu að segja bara að hugmynd sé vond og koma ekki með neina betri sjálfur :D
Þriðjudagur 12. apríl 2005 kl. 13:27
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri