Það var mikið um að vera á Alþingi í gær þegar samgönguáætlun var tekin á dagskrá. Ég hafði mikið að segja þann dag eins og sjá má í ræðulistanum mínum á þinginu. Í ræðu minni talaði ég aðallega um lengingu flugvallarins á Akureyri og Vaðlaheiðargöng. Í andsvörum við ræður annarra um Reykjavíkurflugvöll. Sérstaklega þótti mér gaman að fara í andsvar við ræðu Péturs Blöndal fyrst og fremst vegna þess að það var svo skemmtilegt. Það er alltaf gaman að komast í frísklega orðræðu.
Álit (1)
Verst að þessi skemmtilega umræða mun ekki verða aðgengileg á vefnum fyrr en í næstu viku :|
Föstudagur 15. apríl 2005 kl. 09:42
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri