Föstudagur 6. maí 2005
Laugardagur 7. maí 2005
Þegar ég var á þingi um daginn lagði ég fram fyrirspurn fyrir dómsmálaráðherra sem varðaði toll- og löggæslu á Akureyri miðað við mannfjölda og afbrotamál sem hefðu verið. Dómsmálaráðherra
svaraði mér samviskusamlega en þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Meðal annars kemur þar fram að fíkniefnamál ríflega tvöfaldast á Akureyri milli áranna 2003 og 2004. Árið 2003 voru brotin 53 en árið á eftir urðu þau 113. Á árinu 1997 var 31 lögreglumaður á Akureyri, íbúar voru þá 15.041 en árið 2003 voru 30 lögreglumenn en íbúar orðnir 16.450. Nú er spurning hvort lögreglumennirnir okkar komast yfir það sem af þeim er ætlast. Þetta þarf auðvitað að skoðast í heild í samanburði við önnur mál en við verðum fyrst og fremst að spyrja okkur Akureyringar af hverjum málum af þessu tagi fjölgar svo mikið hjá okkur.
Continue reading "Fíkniefnamál tvöfaldast á Akureyri" »
kl. 00:59|
||
Laugardagur 7. maí 2005

Ég hef áfram verið að kafa í gögnin um afbrotamál á Akureyri og reyna að setja þau í samhengi. Rannsóknarlögreglumenn hljóta að vera þeir sem rannsaka slík mál og þeim hefur ekki fjölgað hér á Akureyri sem hafa verið 5 frá árinu 1999 til 2004 og greinilegt að þeim má allavega ekki fækka. Hér til hliðar hef ég sett upp í súlurit hversu mörg mál hver þeirra hefur haft til rannsóknar frá árinu 1997 en þar kemur fram að málum fækkar eftir 1999 en síðan er þetta stóra stökk árið 2004.
Continue reading "Rannsóknarlögregla á Akureyri" »
kl. 14:18|
||
Þriðjudagur 10. maí 2005
Föstudagur 13. maí 2005
Laugardagur 14. maí 2005
Laugardagur 14. maí 2005
Sunnudagur 15. maí 2005
Þriðjudagur 17. maí 2005
Föstudagur 20. maí 2005
Þá erum við komin á landsfund Samfylkingarinnar í Egilshöll í Reykjavík. Gríðarlega flott uppsetning og umhverfi fyrir landsfund og upphafið skemmtilegt með tónlist og ræðum. Hér er mikill samhugur manna og við hlökkum til að sjá niðurstöður formannskosningarinnar á morgun sem við Samfylkingarmenn teljum vera kosningu um næsta forsætisráðherra Íslands!
Hér eru afar margir frá norðausturkjördæmi, ég ók suður með Hermanni Óskarssyni formanni kjördæmisráðs, Haraldi úr Hrísey og Oddnýju frá Akureyri. Það voru líflegar umræður um stjórnmál á leiðinni og sjaldan hefur aksturinn hér á milli virst styttri en einmitt nú. Nú er bara að njóta fundarins, hitta félagana og hafa gaman af því að velta fyrir sér málefnum af ýmsu tagi sem hafa áhrif á ökkur öll í samfélaginu.
kl. 14:02|
||
Föstudagur 20. maí 2005
Sunnudagur 22. maí 2005
Samfylkingin kaus sér ungan varaformann Ágúst Ólaf Ágústsson sem hefur verið alþingismaður flokksins frá síðustu kosningum og staðið sig einstaklega vel. Það eru talsverð tíðindi þegar flokkur kýs varaformann úr röðum ungliða en Morgunblaðið þagði þunnu hljóði en eyddi talsvert miklu púðri í Gísla Martein borgarfulltrúa sinn. Þetta eru vonbrigði með annars oft ágætt dagblað að geta ekki skilað fréttum á síður blaðsins af því að fréttin er ekki nógu blá.
kl. 11:58|
||
Sunnudagur 22. maí 2005
Helena Karlsdóttir varaformaður Samfylkingarinnar á Akureyri var í gær kjörin ritari flokksins alls. Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur Akureyringa að fá einn okkar forystumanna sem forystumann flokksins á landsvísu. Helena hefur verið ritari framkvæmdastjórnar flokksins frá síðasta landsfundi og verið dugleg í starfi sínu og hafa tengsl milli skrifstofu flokksins og norðausturkjördæmis aukist að miklum mun. Við óskum Helenu góðs gengis í nýju hlutverki og hlökkum til samstarfs við hana.
kl. 12:04|
||
Sunnudagur 22. maí 2005
Mánudagur 23. maí 2005
Miðvikudagur 25. maí 2005
Miðvikudagur 25. maí 2005
Fimmtudagur 26. maí 2005
Mánudagur 30. maí 2005