Færslur í maí 2005

« apríl 2005 | Forsíða | júní 2005 »

Föstudagur 6. maí 2005

Hestar, skófir, brum

wGult.jpgÍ gær var ég að mynda í Rjúpnaholti sem er alltaf gaman, hér til hliðar er einhverskonar skófir sem vex á fúnu tré sem verður fyrir vikið all litskrúðugt. Við Gísli vorum að stússast í vatninu, fórum upp í hólf til að sjá hvort það væri allt þar eins og það átti að vera. Á leiðinni hittum við hestana á Efri Rauðalæk en þar eru byrjðu að koma ægifögur folöld. Svo var bara að leggjast marflöt og taka myndir af bruminu á skriðvíðirnum, gríðarlega fallegur. Hér má sjá myndirnar sem ég er búin að vinna betur.

kl. |Ljósmyndun / Rjúpnaholt || Álit (2)

Laugardagur 7. maí 2005

Fíkniefnamál tvöfaldast á Akureyri

Þegar ég var á þingi um daginn lagði ég fram fyrirspurn fyrir dómsmálaráðherra sem varðaði toll- og löggæslu á Akureyri miðað við mannfjölda og afbrotamál sem hefðu verið. Dómsmálaráðherra svaraði mér samviskusamlega en þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Meðal annars kemur þar fram að fíkniefnamál ríflega tvöfaldast á Akureyri milli áranna 2003 og 2004. Árið 2003 voru brotin 53 en árið á eftir urðu þau 113. Á árinu 1997 var 31 lögreglumaður á Akureyri, íbúar voru þá 15.041 en árið 2003 voru 30 lögreglumenn en íbúar orðnir 16.450. Nú er spurning hvort lögreglumennirnir okkar komast yfir það sem af þeim er ætlast. Þetta þarf auðvitað að skoðast í heild í samanburði við önnur mál en við verðum fyrst og fremst að spyrja okkur Akureyringar af hverjum málum af þessu tagi fjölgar svo mikið hjá okkur.

Continue reading "Fíkniefnamál tvöfaldast á Akureyri" »

kl. |Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 7. maí 2005

Rannsóknarlögregla á Akureyri

fikniranns.jpgÉg hef áfram verið að kafa í gögnin um afbrotamál á Akureyri og reyna að setja þau í samhengi. Rannsóknarlögreglumenn hljóta að vera þeir sem rannsaka slík mál og þeim hefur ekki fjölgað hér á Akureyri sem hafa verið 5 frá árinu 1999 til 2004 og greinilegt að þeim má allavega ekki fækka. Hér til hliðar hef ég sett upp í súlurit hversu mörg mál hver þeirra hefur haft til rannsóknar frá árinu 1997 en þar kemur fram að málum fækkar eftir 1999 en síðan er þetta stóra stökk árið 2004.

Continue reading "Rannsóknarlögregla á Akureyri" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 10. maí 2005

Lögreglumönnum á Akureyri fjölgar

Nú fyrir stundu birtist frétt á vef Morgunblaðsins að lögreglumönnum á Akureyri verði fjölgað um fjóra. Einhver hreyfing virðist hafa komið á málin eftir fyrirspurnina mína á Alþingi og þær áhyggjur sem hafa birst hjá ungmennum og öðrum íbúum Akureyrar vegna ofbeldismála að undanförnu. Lögreglumenn hafa verið jafn margir síðustu þrjú ár og árið 1995 þannig að lítið hefur fjölgað þrátt fyrir aukinn íbúafjölda. Sá fjöldi endurspeglar í raun ekki heildarmannfjölda á Akureyri yfir vetrarmánuðina því þá bætast líklega við um 2000 manns í bæinn sem síðan er vinsæll ferðamannastaður á sumrin. Tregða í þróun löggæslu á Akureyri hefur verið áhyggjuefni og virðist mér af þeim gögnum sem dómsmálaráðherra lét mig hafa í svari sínu að menn hafi hreinlega ekki haft tök á að bregðast við all mörgum brotamálum enda hefur þeim fækkað svo mjög í skráningu að manni gæti dottið í hug að englar himinsins hafi margir hverjir flutt til Akureyrar.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 13. maí 2005

Nancy Stefanik - interview


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Kidlink || Álit (0)

Laugardagur 14. maí 2005

Kidlink fundur í Arendal

Ég er nú í dásamlegu veðri í suður Noregi á Kidlink fundi sem gengur virkilega vel. Hér er fólk frá Brasilíu, Puerto Rico, Bandaríkjunum, Indlandi, Nepal, Danmörku, Noregi, Íslandi og Ítalíu. Ég er auðvitað búin að taka myndir af fólkinu, húsinu og blóminu í garðinum. Gísli er með og hann fór í bæinn með Javier frá Puerto Rico, Per frá Danmörku og Tore frá Noregi. Ég er búin að frétta að þetta hafi verið frábær ferð! Við hin erum búin að vinna. Það sem gladdi mig einna mest var að þau í Brasilíu gerðu smá myndband með laginu mínu, myndum af börnum og myndir sem þau gerðu ásamt kvikmyndabútum. Ég fékk tár í augun þetta var svo flott! Ítalirnir rifjuðu upp Kidlink lag sem gert var á Ítalíu af kennara þar sem nemendurnir sömdu textann.

kl. |Kidlink || Álit (0)

Laugardagur 14. maí 2005

Kveðja frá Roops frá Indlandi


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Kidlink || Álit (0)

Sunnudagur 15. maí 2005

Patti and Epi


Tölvupóst sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Kidlink || Álit (0)

Þriðjudagur 17. maí 2005

Þjóðhátíð í Noregi


17. maí þjóðhátíð í Noregi, fáninn heima hjá Tore og Eli.
Tölvupóst sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Kidlink || Álit (0)

Föstudagur 20. maí 2005

Landsfundur hafinn

Þá erum við komin á landsfund Samfylkingarinnar í Egilshöll í Reykjavík. Gríðarlega flott uppsetning og umhverfi fyrir landsfund og upphafið skemmtilegt með tónlist og ræðum. Hér er mikill samhugur manna og við hlökkum til að sjá niðurstöður formannskosningarinnar á morgun sem við Samfylkingarmenn teljum vera kosningu um næsta forsætisráðherra Íslands! Hér eru afar margir frá norðausturkjördæmi, ég ók suður með Hermanni Óskarssyni formanni kjördæmisráðs, Haraldi úr Hrísey og Oddnýju frá Akureyri. Það voru líflegar umræður um stjórnmál á leiðinni og sjaldan hefur aksturinn hér á milli virst styttri en einmitt nú. Nú er bara að njóta fundarins, hitta félagana og hafa gaman af því að velta fyrir sér málefnum af ýmsu tagi sem hafa áhrif á ökkur öll í samfélaginu.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 20. maí 2005

Bensi og Guðný


Bensi og Guðný á örbylgjunni
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Tilveran || Álit (0)

Sunnudagur 22. maí 2005

Hávær þögn Morgunblaðsins

Samfylkingin kaus sér ungan varaformann Ágúst Ólaf Ágústsson sem hefur verið alþingismaður flokksins frá síðustu kosningum og staðið sig einstaklega vel. Það eru talsverð tíðindi þegar flokkur kýs varaformann úr röðum ungliða en Morgunblaðið þagði þunnu hljóði en eyddi talsvert miklu púðri í Gísla Martein borgarfulltrúa sinn. Þetta eru vonbrigði með annars oft ágætt dagblað að geta ekki skilað fréttum á síður blaðsins af því að fréttin er ekki nógu blá.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 22. maí 2005

Ritari Samfylkingarinnar frá Akureyri

Helena Karlsdóttir varaformaður Samfylkingarinnar á Akureyri var í gær kjörin ritari flokksins alls. Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur Akureyringa að fá einn okkar forystumanna sem forystumann flokksins á landsvísu. Helena hefur verið ritari framkvæmdastjórnar flokksins frá síðasta landsfundi og verið dugleg í starfi sínu og hafa tengsl milli skrifstofu flokksins og norðausturkjördæmis aukist að miklum mun. Við óskum Helenu góðs gengis í nýju hlutverki og hlökkum til samstarfs við hana.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 22. maí 2005

Landsfundur: Hermann og Ingileif


Hermann Óskarsson og Ingileif Ásvaldsdóttir kampakát á landsfuni. Ingileif var kjörin í framkvæmdastjórn flokksins og er mikill fengur að því að fá hana þangað.

Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 23. maí 2005

Lífsins litir


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ymislegt || Álit (0)

Miðvikudagur 25. maí 2005

Handklæðadagur og vikt

Í dag er handklæðadagur sem er afar skemmtilegt fyrirbæri. Fyrst og fremst er það ákaflega stressandi því það er svo hallærislegt fyrir miðaldra konu að ganga um með handklæði svo þetta verður áreiðanlega ævintýradagur. Í gær byrjaði ég síðan á dönsku viktarprógrammi, get leitað mér aðstoðar á spjallborði á netinu hjá íslenskum þjáningarsystkinum. En allavega þegar ég fer að gráta úr súkkulaðiþörf þá get ég notað handklæðið til að þurrka tárin.

kl. |Tilveran || Álit (5)

Miðvikudagur 25. maí 2005

Tíu þúsund myndir

Tiuthusund.jpgÍ dag tók ég mína tíuþúsundustu ljósmynd frá því ég fékk myndavélina mína Fuji Finepix S7000 þann 26. júní 2004 svo á réttum 11 mánuðum hef ég tekið tíu þúsund myndir.

Hér til hliðar má sjá fyrstu myndina af Birnu Sísí bróðurdóttur minni og síðan mynd 10.000 sem er af rofabarði í fjörunni fyrir neðan Pétursborgir sem ég tók í morgun. Ég get nú ekki séð að mér hafi farið nokkuð fram en man núna að það er svarthvít stilling á myndavélinni sem ég var alveg búin að gleyma;-)

kl. |Ljósmyndun || Álit (1)

Fimmtudagur 26. maí 2005

Tölur um Írak

Ég rakst á þessa vefdagbókarfærslu nú áðan. Séu upplýsingarnar þarna réttar þá er augljóst hverjum sem vill það sjá að ástandið í Írak er talsvert verra nú en fyrir innrás hinna viljugu þjóða. Samkvæmt þessum lista erum við enn ein hinna viljugu þjóða enda hefur svosem ekkert annað komið í ljós hingað til. Innrásin var gerð og því miður ekki hægt að breyta fortíðinni því er brýnt að þessari þjóð sé gert kleift að lifa og starfa á eigin forsendum. Það hlýtur að vera forgangsverkefni.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 30. maí 2005

Jörðin er flöt

Ég er að lesa bókina "Jörðin er flöt" eftir Thomas L. Friedman sem ég mæli eindregið með. Við lesturinn styrkist enn sú skoðun mín að eina sem getur orðið til þess að menn geti fest búsetu sína á landsbyggðinni sé aukin menntun. Verksmiðjur til bjargar byggðarlögum voru börn síns tíma, nú vinna menn verkin þar sem ódýrast er að lifa og það er svo sannarlega ekki á Íslandi. Við sífellt aukna úthýsingu á verkefnum á sviði viðskipta, læknisfræði, þjónustu þá skiptir svo sannarlega ekki máli hvar maður býr. Jörðin er flöt! Þetta þurfum við Íslendingar að tileinka okkur og brýnt að við hættum að líta svo á að allir hlutir þurfi að gerast á einum og sama blettinum. Alþjóðavæðingin er einfaldlega staðreynd og hana þurfum við að skilja og geta byggt upp atvinnulíf með tilliti til þess sem er að gerast - en ekki endilega þess sem við vildum að væri að gerast. Á sama tíma er það algert lífsspursmál fyrir okkur við Eyjafjörð og nágrenni að Háskólinn á Akureyri verði stórefldur og sérstaklega á því sviði að skilja og þekkja samstarfs- og samskiptahæfni yfir fjarlægðir. Þannig - og aðeins þannig, getum við gert okkur sjálfum kleift að búa þar sem við viljum búa.

kl. |Pólitík || Álit (1)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.