Þegar ég var á þingi um daginn lagði ég fram fyrirspurn fyrir dómsmálaráðherra sem varðaði toll- og löggæslu á Akureyri miðað við mannfjölda og afbrotamál sem hefðu verið. Dómsmálaráðherra svaraði mér samviskusamlega en þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Meðal annars kemur þar fram að fíkniefnamál ríflega tvöfaldast á Akureyri milli áranna 2003 og 2004. Árið 2003 voru brotin 53 en árið á eftir urðu þau 113. Á árinu 1997 var 31 lögreglumaður á Akureyri, íbúar voru þá 15.041 en árið 2003 voru 30 lögreglumenn en íbúar orðnir 16.450. Nú er spurning hvort lögreglumennirnir okkar komast yfir það sem af þeim er ætlast. Þetta þarf auðvitað að skoðast í heild í samanburði við önnur mál en við verðum fyrst og fremst að spyrja okkur Akureyringar af hverjum málum af þessu tagi fjölgar svo mikið hjá okkur.
Árið 2002 sker sig úr varðandi kynferðisbrot en þá eru þau flest en annars virðast þau vera nokkuð svipuð á þessum tíma 11-19 brot en 33 árið 2002. Ég á eftir að lesa betur þessi gögn en almennt virðast Akureyringar nú löghlýðnari en áður, spurning er hvort löggæsla hefur breyst vegna breyttra afbrota og eftirlit með öðrum hætti.
Heimilisófriður var lítill árið 1999 eða einungis 6 mál á móts við 20-30 mál önnur ár. Spurning hvað gerði okkur svo friðsæl árið 1999.
Álit (1)
Þú átt þakkir skilið fyrir fyrirspurn sem þessa. Eins og fram kom á fundinum í Ketilhúsinu, þá þarf fyrst að skoða umfang vandans áður en eitthvað er gert. Góð fjölskyldu- og forvarnarstefna er ekki bara góð á blaði heldur í raun.
Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi
Mánudagur 9. maí 2005 kl. 19:53
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri