« Tölur um Írak | Aðalsíða | Frá Þelamerkurskóla »

Mánudagur 30. maí 2005

Jörðin er flöt

Ég er að lesa bókina "Jörðin er flöt" eftir Thomas L. Friedman sem ég mæli eindregið með. Við lesturinn styrkist enn sú skoðun mín að eina sem getur orðið til þess að menn geti fest búsetu sína á landsbyggðinni sé aukin menntun. Verksmiðjur til bjargar byggðarlögum voru börn síns tíma, nú vinna menn verkin þar sem ódýrast er að lifa og það er svo sannarlega ekki á Íslandi. Við sífellt aukna úthýsingu á verkefnum á sviði viðskipta, læknisfræði, þjónustu þá skiptir svo sannarlega ekki máli hvar maður býr. Jörðin er flöt! Þetta þurfum við Íslendingar að tileinka okkur og brýnt að við hættum að líta svo á að allir hlutir þurfi að gerast á einum og sama blettinum. Alþjóðavæðingin er einfaldlega staðreynd og hana þurfum við að skilja og geta byggt upp atvinnulíf með tilliti til þess sem er að gerast - en ekki endilega þess sem við vildum að væri að gerast. Á sama tíma er það algert lífsspursmál fyrir okkur við Eyjafjörð og nágrenni að Háskólinn á Akureyri verði stórefldur og sérstaklega á því sviði að skilja og þekkja samstarfs- og samskiptahæfni yfir fjarlægðir. Þannig - og aðeins þannig, getum við gert okkur sjálfum kleift að búa þar sem við viljum búa.

kl. |Pólitík

Álit (1)

Amen! Þarf greinilega að fá þessa bók lánaða ;)

Mánudagur 30. maí 2005 kl. 09:53

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.