« Hrossagaukur á hreiðri | Aðalsíða | Hjá Geimstofunni »

Þriðjudagur 14. júní 2005

Prósentutrikk og framlög til háskóla

Ég heyrði í Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra meðan ég var að stússast af stað í vinnuna í morgun þar sem umræðuefnið var yfirlýsing rektors Viðskiptaháskólans á Bifröst um framlög ráðuneytisins til rannsókna á Íslandi. Greip ráðherrann til hins alkunna prósentuplats þegar hún sagði að framlög til háskóla á landsbyggðinni hefðu aukist um 60% án þess að geta á hvaða tíma né heldur taka inn í málið að skólarnir hafa verið að byggjast upp frá grunni undanfarin ár. Því eru prósentusamanburðir við einhverja aðra auðvitað ekkert nema blekkingarleikur. Orðræða um að menn verði að þola samkeppni eru síðan hefðbundnar klisjur Sjálfstæðismanna þegar þeir vilja ekki horfast í augu við eigin gerðir.


Háskóli Íslands hefur fengið ákveðin framlög til rannsókna og ekkert nema gott um það að segja enda dettur engum í hug að minnka það fjármagn þar sem rannsóknarþörf á Íslandi gríðarleg. Hinsvegar með aukinni háskólamenntun landsmanna til að svara kröfum nútímasmfélags má ekki gelda nýja háskóla svo að þeir geti á engan hátt staðist undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar né heldur uppfyllt skyldur sínar sem uppfræðarar háskólaborgara með því að leggja ekki fram rannsóknarfé þeim til handa. Samkeppni kemur þessu máli hreint ekkert við, það er fjármagn sem er umfram grunnframlög til rannsókna. Síðan má bæta við úr samkeppnissjóðum Rannís, evrópusjóða og fleiri. Grunnurinn þarf að vera klár.

Það er leitt að sjá nýjan ráðherra bregða fyrir sig prósentutrikki til að kasta ryki í augu landsmanna. Auðvitað hafa framlög aukist til skóla á landsbyggðinni en hinsvegar ekki í nokkru samræmi við þörfina. Hér má því minna enn einu sinni á að menntunarstig okkar á landsbyggðinni er talsvert mun lægra en menntunarstig höfuðborgarbúa. Fólkið okkar vill mennta sig og auka samkeppnishæfi sitt og umhverfisins með því. En menntamálaráðherra vill ekki stuðla að því að háskólanám á landsbyggðinni aukist eins og eftirspurnin er, gera til dæmis Háskólanum á Akureyri kleift að komast í rekstrarlega hagkvæma stærð eins og hann getur ef hann gæti svarað kalli þeirra fjölmörgu á landsbyggðinni sem hann vilja sækja bæði frá svæðinu umhverfis Akureyri sem og í fjarnámi um landsbyggðina alla.

Prósentuaukning framlaga hefur hér ekkert að segja heldur þarf að horfast í augu við raunveruleikann - líf og menntun allra þeirra á landsbyggðinni sem vilja og þurfa að komast í háskólanám án þess að flytjast að heiman.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.