Færslur í júlí 2005

« júní 2005 | Forsíða | ágúst 2005 »

Mánudagur 4. júlí 2005

MIT könnun

Take the MIT Weblog SurveyAgalegt að eiga vini og fylgjast með vefsíðunum þeirra, þá dettur maður í að svara könnun þegar maður á að vera að gera allt annað fyrsta sumarleyfisdaginn. En mæli með þessu um að gera að hjálpa MIT með kannanir;-)

kl. |Tilveran || Álit (1)

Mánudagur 4. júlí 2005

Frí!

Nú er ég komin í frí og dunda við það að leika mér í tölvunni til að byrja með. Við Hrafnhildur Lára ætlum að vera listamenn í dag, við erum hinsvegar ekki búnar að ákveða hvernig listamenn. Við byrjum ábyggilega á að íhuga það dálítið og sinnum svo listinni fram eftir degi út í sumarbústað. Áður verð ég auðvitað að íhuga nesti því ég fer einbeitt að ráðum dönsku viktarráðgjafanna og búin að missa rúm sex kíló. Um að gera að halda fókus í fríinu;-)

kl. |Tilveran || Álit (1)

Þriðjudagur 5. júlí 2005

Myndablogg


Hrafnhildur Lára drekkur Mix
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. ||| Álit (0)

Miðvikudagur 20. júlí 2005

Mútur - eða svikin loforð

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir í viðtali að KEA sé að reyna að kaupa stjórnvöld til að hafa áhrif á byggðastefnu með því almannafé sem þar er fyrir hendi. Hann talar síðan fallega um stefnu ríkisstjórnarinnar sem hann styður (oftast?) sem ætti að sjá um þennan málaflokk. Fallega hljómar það en hirðuleysi stjórnvalda um þennan málaflokk er slík að þeir lesa ekki sínar eigin skýrslur hvað þá að fara eftir þeim ráðleggingum sem keyptar eru af sérfræðingum. Svo virðist sem áhuginn sé meiri á að kaupa fólk til að gera skýrslur en fara eftir þeim. Lítum nánar á málið:

Continue reading "Mútur - eða svikin loforð" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 25. júlí 2005

Landsbyggðin knésett

Í fréttum RÚV í gær var rætt við Kristján L. Möller um olíugjaldið sem er enn ein álagan á okkur á landsbyggðinni fyrst og fremst. Er þess skemmst að minnast að ég skrifaði fyrir stuttu um skýrsluna "Fólk og fyrirtæki: Um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni" sem Byggðamálaráðherra gaf út fyrir síðustu kosningar. Þar kom fram að flutningskostnaður sé það atrið sem fyrst og fremst hindrar sjálfsbjörg okkar á landsbyggðinni til að bjarga okkur sjálf. Það er því skelfilegt að enn sé aukið í og virðist sem að núverandi ríkisstjórn sé mikið í mun að hindra að fólk á landsbyggðinni geti bjargað sér sjálft. Skattlagningin á flutning vöru á markað á höfuðborgarsvæðinu er svo ægileg að ólíklegt er við núverandi aðstæður að framleiðsla vöru á landsbyggðinni geti borið sig.

Continue reading "Landsbyggðin knésett" »

kl. |Pólitík || Álit (2)

Þriðjudagur 26. júlí 2005

Leyniskýrsla Framsóknar og Sjálfstæðisflokks

Það er gríðarlega alvarleg staða að Akureyrarbær noti fé bæjarbúa til að kanna lífskjör og stöðu stjórnmálaflokka í bænum og heimti að niðurstöður séu trúnaðarmál. Þegar fylgi stjórnarflokkanna tveggja í bænum hefur hrapað gríðarlega er því haldið leyndu og virðist bæjarstjórnarmeirihlutinn telja það sitt einkamál - bæjarbúar borga. Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig mál af þessu tagi stenst stjórnsýslulög eða hvernig við bæjarbúar getum með nokkru móti sætt okkur við þetta. Er kannski eitthvað fleira sem þessir menn eru að fela? Við Samfylkingarmenn getum hinsvegar glaðst yfir stöðu okkar í þessari könnun, en óneitanlega væri gleðin meiri ef þennan alvarlega skugga bæri ekki á meðferð upplýsinga sem kostaðar eru af almannafé.

Continue reading "Leyniskýrsla Framsóknar og Sjálfstæðisflokks" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 27. júlí 2005

Hvert er leyndarmál bæjarstjórans?

Áfram velti ég fyrir mér könnun Akureyrarbæjar og þá sérstaklega því hvað í skýrslunni er leyndarmálið mikla sem krefst trúnaðar. Menn sem hafa séð skýrsluna greinir á um þennan þátt. Sumir segja að svörin séu keyrð saman á þann hátt að hægt sé að fá ótrúlega miklar upplýsingar - nánast þannig að hægt sé að finna út skoðanir einstaklinga. Aðrir segja þarna engin leyndarmál. Nauðsynlegt er að létta trúnaði af skýrslunni - allavega þeim þáttum sem ekki krefjast trúnaðar og segja hvert trúnaðarefnið er án niðurstaðna til að hægt sé að gera sér grein fyrir hvað er rétt. Síðan stendur eftir spurningin hversu mikilla upplýsinga eitt bæjarfélag getur kerfisbundið aflað sér um bæjarbúa og hvort slíkt gæti nálgast að rekast á lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga. Er það kannski leyndarmál bæjarstjórans? Hér þarf að upplýsa okkur Akureyringa hvað var í rauninni gert.

Continue reading "Hvert er leyndarmál bæjarstjórans?" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 27. júlí 2005

Rosalega þegir Mogginn hátt

Það er merkilegt þegar hitamál í pólitík er á Akureyri þegir Morgunblaðið þunnu hljóði. Fréttablaðið, RÚV, Aksjón og fleiri fjölmiðlar fjalla um leyndarskýrslu bæjarstjórnar á Akureyri en ekki múkk frá Morgunblaðinu. Ég fletti því upp hvaða fréttir hafa verið í blaðinu frá Akureyri undir innlendum fréttum blaðsins síðasta mánuðinn. Skemmst er frá að segja að fréttirnar fjalla um frjókorn á Akureyri og síðan málefni dómsmálaráðuneytisins þ.e. lögreglu, hraðaakstur, slys og eiturlyf. Hvernig stendur á þessu? Eru blaðamennirnir á Akureyri í fríi?

kl. |Pólitík || Álit (2)

Fimmtudagur 28. júlí 2005

Ekki fékk KEA Símann

Ekki buðum við KEA menn nógu mikinn pening í Símann þannig að ekki verðum við eigendur að honum. Að sumu leyti er það allt í lagi þar sem staða fjarskiptafyrirtækja er nokkuð óljós núna og mikilvægt fyrir þau að finna sér ný viðfangsefni til að tryggja rekstrarstöðu sína. Ég minnist þess þegar ég vann fyrir Telia í Svíþjóð sem ráðgjafi um notkun Internetsins í skólastarfi að ég var boðuð í sjónvarpsviðtal til Genf mig minnir í lok árs 1995 en þar var stór samskiptatæknisýning. Þar hitti ég forsvarsmenn Pósts og Síma þáverandi sem voru í íslenskum bás með myndir bæði af Gullfoss og Geysi og jú Cancat 3. Ég stakk upp á því við þá koníaksdrekkandi að ég ynni með þeim fremur en Telia. Svarið var einfalt "Þetta Internet verður aldrei neitt góða mín" og svo hlógu þeir af þessum kerlingarkjána og snéru í hana baki. Ég roðnaði og gekk skömmustuleg aftur í bás Telia þar sem menn vildu hvað sem er til vinna að fá ráðleggingar og leiðbeiningar. Sem betur fer er af sem áður var og vonandi gengur nýjum eigendum Símans allt í haginn. Svo er bara að vona að stjórnmálamennirnir nýti fjármagnið skynsamlega.

kl. |Ymislegt || Álit (2)

Föstudagur 29. júlí 2005

Aukin netnotkun ungmenna í BNA

Nýleg könnun frá Pew Internet & American Life Project sýnir fram á talsverða aukningu á notkun bandarískra ungmenna á Internetinu. Í umfjöllun þeirra kemur fram að 87% ungmenna á aldrinum 12-17 ára nota netið. Hinsvegar nota þau það á annan hátt í samskiptum við jafnaldra en fullorðna s.s. foreldra og kennara. Þau nota spjallforrit við þau samskipti en tölvupóst við þá fullorðnu. Netið er þeim uppspretta frétta, upplýsinga um heilbrigðismál og fróðleik af ýmsu tagi. Þau leika sér, spjalla saman og skrifa vefdagbækur (blog). Menntun ungmenna virðist því í auknum mæli sjálfsprottin þar sem þau velja sér þekkingu en stýrð þekkingarmiðlun á vegum skólastofnana virðist að mínu mati ekki taka mið af þessum breytingum hér á landi sem svo sannarlega er ekki minni hér á landi en í Bandaríkjunum.

kl. |Menntun || Álit (0)

Föstudagur 29. júlí 2005

Bað um leyniskýrsluna

Nú hefur verið létt trúnaði af "leyniskýrslu Akureyrar" fyrir fólk í innsta hring stjórnmálaflokkanna. Þeir mega hinsvegar ekki fjalla um innihaldið vegna klásúlu þar um eftir því sem mér skilst. Ég hef ekki ennþá séð hana en það breytist á morgun. Hinsvegar er mjög erfitt að velta skýrslunni fyrir sér aðferðafræðilega og innihaldslega að hafa hana ekki til að skoða nánar og meta spurningar. Því skrifaði ég bæjarstjóra bréf og bað um plaggið sem ég vona að hann bregðist vel við.

Það er ekki mitt markmið að bregða fæti fyrir það sem vel er unnið en vegna þess hvernig umfjöllun hefur þróast í þessu máli er bráðnauðsynlegt að bregðast ekki hlutverki sínu í stjórnmálum og einfaldlega kanna það vel. Það er á stundum sem þessum sem maður er dálítið glaður yfir því að hafa setið alla kúrsana sem ég gerði í meistaranáminu mínu í aðferðafræði svo maður ber kannski eilítið skynbragð á aðferðirnar sem beitt er þegar hægt er að skoða skýrsluna en ekki ímynda sér innihaldið. Það er alltaf vont, upplýst þekking reynist venjulega betur heldur en leynimakk.

kl. |Pólitík ||

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.