Nú hefur verið létt trúnaði af "leyniskýrslu Akureyrar" fyrir fólk í innsta hring stjórnmálaflokkanna. Þeir mega hinsvegar ekki fjalla um innihaldið vegna klásúlu þar um eftir því sem mér skilst. Ég hef ekki ennþá séð hana en það breytist á morgun. Hinsvegar er mjög erfitt að velta skýrslunni fyrir sér aðferðafræðilega og innihaldslega að hafa hana ekki til að skoða nánar og meta spurningar. Því skrifaði ég bæjarstjóra bréf og bað um plaggið sem ég vona að hann bregðist vel við.
Það er ekki mitt markmið að bregða fæti fyrir það sem vel er unnið en vegna þess hvernig umfjöllun hefur þróast í þessu máli er bráðnauðsynlegt að bregðast ekki hlutverki sínu í stjórnmálum og einfaldlega kanna það vel. Það er á stundum sem þessum sem maður er dálítið glaður yfir því að hafa setið alla kúrsana sem ég gerði í meistaranáminu mínu í aðferðafræði svo maður ber kannski eilítið skynbragð á aðferðirnar sem beitt er þegar hægt er að skoða skýrsluna en ekki ímynda sér innihaldið. Það er alltaf vont, upplýst þekking reynist venjulega betur heldur en leynimakk.
Það er ekki mitt markmið að bregða fæti fyrir það sem vel er unnið en vegna þess hvernig umfjöllun hefur þróast í þessu máli er bráðnauðsynlegt að bregðast ekki hlutverki sínu í stjórnmálum og einfaldlega kanna það vel. Það er á stundum sem þessum sem maður er dálítið glaður yfir því að hafa setið alla kúrsana sem ég gerði í meistaranáminu mínu í aðferðafræði svo maður ber kannski eilítið skynbragð á aðferðirnar sem beitt er þegar hægt er að skoða skýrsluna en ekki ímynda sér innihaldið. Það er alltaf vont, upplýst þekking reynist venjulega betur heldur en leynimakk.