Ekki buðum við KEA menn nógu mikinn pening í Símann þannig að ekki verðum við eigendur að honum. Að sumu leyti er það allt í lagi þar sem staða fjarskiptafyrirtækja er nokkuð óljós núna og mikilvægt fyrir þau að finna sér ný viðfangsefni til að tryggja rekstrarstöðu sína. Ég minnist þess þegar ég vann fyrir Telia í Svíþjóð sem ráðgjafi um notkun Internetsins í skólastarfi að ég var boðuð í sjónvarpsviðtal til Genf mig minnir í lok árs 1995 en þar var stór samskiptatæknisýning. Þar hitti ég forsvarsmenn Pósts og Síma þáverandi sem voru í íslenskum bás með myndir bæði af Gullfoss og Geysi og jú Cancat 3. Ég stakk upp á því við þá koníaksdrekkandi að ég ynni með þeim fremur en Telia. Svarið var einfalt "Þetta Internet verður aldrei neitt góða mín" og svo hlógu þeir af þessum kerlingarkjána og snéru í hana baki. Ég roðnaði og gekk skömmustuleg aftur í bás Telia þar sem menn vildu hvað sem er til vinna að fá ráðleggingar og leiðbeiningar. Sem betur fer er af sem áður var og vonandi gengur nýjum eigendum Símans allt í haginn. Svo er bara að vona að stjórnmálamennirnir nýti fjármagnið skynsamlega.
« Rosalega þegir Mogginn hátt | Aðalsíða | Aukin netnotkun ungmenna í BNA »
Fimmtudagur 28. júlí 2005
Álit (2)
Sem starfsmaður Símans langar mig að lýsa yfir ánægju minni með það að KEA, þetta fornfræga fyrirtæki með það fornlega viðhorf að jafnréttislög (sem og væntanlega önnur lög) eigi ekki að gilda fyrir þau fyrirtæki sem ekki langar að fara eftir þeim, hafi ekki orðið eigandi að því fyrirtæki sem ég vinn hjá því þá hefði ég samvisku minnar vegna orðið að segja upp störfum hið snarasta.
Gaman væri að heyra þína skoðun á þessu máli sem og því að stjórnarformaður KEA hafi hreint og beint reynt að ljúga sig út úr málinu í sjónvarpinu í kvöld.
Mánudagur 8. ágúst 2005 kl. 22:55
Einmitt núna er kannski lítið annað að segja en setja hér fram fréttatilkynningu sem ég og fleiri sem tengjumst stjórn KEA sendum frá okkur:
Við undirrituð stjórnar- og varastjórnarmenn KEA lýsum því yfir að við höfum ekki tekið sameiginlega afstöðu til laga um fæðingarorlof né töku
fæðingarorlofs að öðru leyti en að leggja áherslu á að réttur starfsmanna okkar til þess verði ekki skertur.
Umræður um annað eru ekki í nafni okkar.
Hannes Karlsson
Hallur Gunnarsson
Jóhannes Ævar Jónsson
Soffía Ragnarsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Guðmundur B. Guðmundsson
Þriðjudagur 9. ágúst 2005 kl. 08:00
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri